Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. apríl 2022

Tækifæri í forystuhlutverki háskóla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Háskólinn á Hólum er lítill háskóli með mikla sérstöðu. Snerpa og sterk tenging við atvinnu­líf geti verið hans helstu styrk­leikar,“ segir dr. Hólmfríður Sveins­dóttir, nýskipaður rektor Háskól­ans á Hólum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Í takt við nýja stefnumótun

„Það gladdi mig að heyra áherslur ráðherra á að háskólar yrðu settir í forgrunn við uppbyggingu nýsköpunar. Háskólum er þar falið mikið forystuhlutverk sem gefur mér byr í seglin fyrir starf okkar fram undan,“ segir Hólmfríður.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Fyrsta verk Hólmfríðar í starfi er að kynnast starfsemi háskólans betur og fólkinu sem að honum stendur. Um 350 nemendur nema við Háskólann á Hólum í þremur deildum. „Skólinn er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótun. Rauði þráðurinn þar er áhersla á rannsóknir og nýsköpun í samstarfi við þær atvinnugreinar sem snerta fræðasvið skólans og til að byggja undir það var búin til ný staða sviðsstjóra á því sviði hér við skólann.“

Matvælaframleiðsla í vatni mun bera uppi fæðuöryggi

Með það í huga sér Hólmfríður mikil tækifæri í að stækka fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. „Þetta er eini skólinn á Íslandi sem kennir fiskeldi en ég tel að matvælaframleiðsla í vatni muni bera uppi fæðuöryggi í heiminum í framtíðinni. Með þá reynslu, þekkingu og sögu sem skólinn hefur nú þegar á þessu sviði er áskorun að stækka og efla það fræðasvið, t.d. í sambandi við þörungarækt.“

Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd/ H.Kr.

Hestafræðideildina sér Hólm­fríður verða vagga þekkingar á íslenska hestinum. „Við þurfum að festa Háskólann á Hólum enn frekar í sessi sem megin þekkingar- og rannsóknarmiðstöð fyrir íslenska hestinn í heiminum.“

Þá séu enn mikil tækifæri fyrir ferðamáladeildina í að vera enn meiri þátttakandi í nýsköpun í ferðamennsku. „Ég sé til dæmis mikil tækifæri í þekkingarþróun á útivistarferðamennsku, eins og þekkist á Tröllaskaga.“

Doktor í matvælafræði

Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Matís og Genís á Siglufirði. Árið 2013 tók Hólmfríður að sér framkvæmdastjórastöðu Rannsókna og þróunar hjá FISK Seafood á Sauðárkróki og vann þar til ársins 2019. Hólmfríður byggði m.a. upp fyrirtækin Iceprotein og PROTIS en PROTIS var fyrsta íslenska fyrirtækið sem þróaði og markaðssetti íslenskt fiskprótín og fiskkollagen á Íslandi. Hólmfríður hefur starfað sl. tvö ár í eigin fyrirtæki, Mergur Ráðgjöf, þar sem hún stýrir nýsköpunarverkefnum á ýmsum sviðum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög í samstarfi við háskóla.

Hólmfríður er fædd og uppalin í Skagafirði. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. Hólmfríður og Stefán búa í Glæsibæ í Skagafirði þar sem stunduð er hrossarækt og ferðaþjónusta í samstarfi við Ragnheiði og Friðrik, foreldra Stefáns. Þar fyrir utan rekur Stefán, ásamt tveimur öðrum dýralæknum, Dýraspítalann í Glæsibæ, sem sinnir þjónustu við eigendur gæludýra, hesta og nytjadýra á svæðinu.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...