Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. apríl 2022

Tækifæri í forystuhlutverki háskóla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Háskólinn á Hólum er lítill háskóli með mikla sérstöðu. Snerpa og sterk tenging við atvinnu­líf geti verið hans helstu styrk­leikar,“ segir dr. Hólmfríður Sveins­dóttir, nýskipaður rektor Háskól­ans á Hólum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Í takt við nýja stefnumótun

„Það gladdi mig að heyra áherslur ráðherra á að háskólar yrðu settir í forgrunn við uppbyggingu nýsköpunar. Háskólum er þar falið mikið forystuhlutverk sem gefur mér byr í seglin fyrir starf okkar fram undan,“ segir Hólmfríður.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Fyrsta verk Hólmfríðar í starfi er að kynnast starfsemi háskólans betur og fólkinu sem að honum stendur. Um 350 nemendur nema við Háskólann á Hólum í þremur deildum. „Skólinn er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótun. Rauði þráðurinn þar er áhersla á rannsóknir og nýsköpun í samstarfi við þær atvinnugreinar sem snerta fræðasvið skólans og til að byggja undir það var búin til ný staða sviðsstjóra á því sviði hér við skólann.“

Matvælaframleiðsla í vatni mun bera uppi fæðuöryggi

Með það í huga sér Hólmfríður mikil tækifæri í að stækka fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. „Þetta er eini skólinn á Íslandi sem kennir fiskeldi en ég tel að matvælaframleiðsla í vatni muni bera uppi fæðuöryggi í heiminum í framtíðinni. Með þá reynslu, þekkingu og sögu sem skólinn hefur nú þegar á þessu sviði er áskorun að stækka og efla það fræðasvið, t.d. í sambandi við þörungarækt.“

Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd/ H.Kr.

Hestafræðideildina sér Hólm­fríður verða vagga þekkingar á íslenska hestinum. „Við þurfum að festa Háskólann á Hólum enn frekar í sessi sem megin þekkingar- og rannsóknarmiðstöð fyrir íslenska hestinn í heiminum.“

Þá séu enn mikil tækifæri fyrir ferðamáladeildina í að vera enn meiri þátttakandi í nýsköpun í ferðamennsku. „Ég sé til dæmis mikil tækifæri í þekkingarþróun á útivistarferðamennsku, eins og þekkist á Tröllaskaga.“

Doktor í matvælafræði

Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Matís og Genís á Siglufirði. Árið 2013 tók Hólmfríður að sér framkvæmdastjórastöðu Rannsókna og þróunar hjá FISK Seafood á Sauðárkróki og vann þar til ársins 2019. Hólmfríður byggði m.a. upp fyrirtækin Iceprotein og PROTIS en PROTIS var fyrsta íslenska fyrirtækið sem þróaði og markaðssetti íslenskt fiskprótín og fiskkollagen á Íslandi. Hólmfríður hefur starfað sl. tvö ár í eigin fyrirtæki, Mergur Ráðgjöf, þar sem hún stýrir nýsköpunarverkefnum á ýmsum sviðum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög í samstarfi við háskóla.

Hólmfríður er fædd og uppalin í Skagafirði. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. Hólmfríður og Stefán búa í Glæsibæ í Skagafirði þar sem stunduð er hrossarækt og ferðaþjónusta í samstarfi við Ragnheiði og Friðrik, foreldra Stefáns. Þar fyrir utan rekur Stefán, ásamt tveimur öðrum dýralæknum, Dýraspítalann í Glæsibæ, sem sinnir þjónustu við eigendur gæludýra, hesta og nytjadýra á svæðinu.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...