Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingi Björn Sigurðsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru starfsmenn Icelandic Startups sem gagnsetja bráðlega viðskiptahraðal fyrir landbúnað og sjávarútveg.
Ingi Björn Sigurðsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru starfsmenn Icelandic Startups sem gagnsetja bráðlega viðskiptahraðal fyrir landbúnað og sjávarútveg.
Mynd / TB
Fréttir 13. desember 2018

Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ var formlega kynntur í gær í IKEA í Garðabæ. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi með áherslu á sjálfbærni. Icelandic Startups stendur fyrir hraðlinum en hann gengur út á að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum að útfæra viðskiptahugmyndir undir handleiðslu sérfræðinga. 
 
Á níu vikum er unnið að því með markvissum hætti að móta ný virðisaukandi viðskiptatækifæri fyrir þessar grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Búið er að opna fyrir umsóknir á vefnum tilsjavarogsveita.is en alls verða tíu teymi valin til þess að taka þátt í viðskiptahraðlinum.
 
Ingi Björn Sigurðsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, starfsmenn Icelandic Startups, segja að þetta sé fimmtándi hraðallinn sem sé ræstur undir merkjum fyrirtækisins og fyrirkomulagið hafi fyrir löngu sannað gildi sitt. 
 
Ný kynslóð fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi
 
„Þór Sigfússon, eigandi Sjávarklasans, kom með þá hugmynd til okkar í Icelandic Startups að stofna viðskiptahraðal með nafninu „Til sjávar og sveita“ þar sem einblínt yrði á sjávarútveg og landbúnað. Við fórum í þá vegferð að finna bakhjarla og fundum að lokum hugrakkt fólk til þess að vinna með okkur. Innan raða Icelandic Startups er mikil reynsla fyrir hendi sem nýtist vel í framhaldinu. Við ætlum okkur að búa til næstu kynslóð af fyrirtækjum í landbúnaði og sjávarútvegi,“ segir Ingi Björn og bætir við að ef styrkleikar Íslands liggi einhvers staðar þá sé það í þessum gömlu og grónu atvinnuvegum.
 
Hjálpum fyrirtækjum og hugmyndum að vaxa
 
Melkorka segir að markmiðið sé að leita að viðskiptahugmyndum sem auka verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði með áherslu á sjálfbærni. „Við hjá Icelandic Startups sjáum um að hjálpa sprotafyrirtækjum á Íslandi að vaxa og dafna. Hraðlarnir eru ein af meginstoðunum í okkar starfi. Þetta er ótrúlega spennandi viðbót við það sem við höfum áður gert,“ segir hún en Icelandic Startups hafa meðal annars rekið hraðla á sviði ferðaþjónustu, tækni og orku. 
 
Melkorka segir að það sé spennandi að takast á við sjávarútveg og landbúnað og gera eitthvað nýtt.„Mig grunar að það séu ótrúlega margir sem lumi á nýjum hugmyndum innan þessara greina. Þegar maður byrjar að skoða fréttir úr landbúnaði og sjávarútvegi sér maður að það er mikil gróska á ferðinni. Okkur langar til að taka nýjar hugmyndir og hjálpa frumkvöðlunum að beina þeim í réttan farveg.“ 
 
Sterk umgjörð og níu vikna vinna
 
Ingi Björn útskýrir vinnuferli hraðalsins á þá leið að allt miði að því að koma hugmyndum í framkvæmd.  „Við erum með mjög sterka umgjörð en starf hraðalsins byggir á því að taka hugmynd eða viðskiptatækifæri upp á næsta stall, eins fljótt og mögulegt er. Viðskiptahraðallinn tekur alls níu vikur og hann er haldinn í sjö lotum. Í lotunum er farið í gegnum allt frá vöruþróun og yfir í að fá þekkingu frá fagaðilum. Fyrirtækin eða frumkvöðlarnir fá aðgang að leiðbeinendum, þ.e. fólki sem er sérfræðingar eða með reynslu úr atvinnulífinu. Þannig fá frumkvöðlarnir tækifæri að læra af þeim sem hafa kannski gert mistök eða notið árangurs áður.“
 
Uppskeruhátíð í lokin
 
Melkorka segir að unnið sé samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og aðferðafræðin hafi sannað sig. „Leiðbeinendurnir gefa endurgjöf á viðskiptahugmyndina þína og við hjá Icelandic Startups hjálpum allan tímann við að móta hugmyndina. Í lokin er haldinn uppskerudagur þar sem teymin kynna sína vinnu fyrir fullum sal af fólki sem gæti jafnvel haft áhuga á að fjárfesta í viðskiptahugmyndinni.“
 
Opið fyrir umsóknir 
 
Eins og fyrr segir var opnað fyrir umsóknir í gær en stefnt er að því að hefja hraðalinn í aðsetri Íslenska Ferðaklasans við Fiskislóð í Reykjavík 28. mars og ljúka honum 23. maí. Þau Melkorka og Ingi Björn leggja áherslu á að hraðallinn sé ekki eingöngu fyrir nýja aðila eða óstofnuð fyrirtæki heldur getur þátttaka ekki síður gagnast rótgrónum fyrirtækjum sem eru með nýjar og frumlegar hugmyndir.
 
„Frumkvöðlar eru úr mismunandi áttum og nýsköpun getur verið á mörgum sviðum og á ólíkum stigum. Hún getur falist í því að breyta einhverri vöru örlítið eða skapa eitthvað alveg nýtt. Við viljum fá fólk til að hugsa á þessum nótum og auðvitað fá sem flesta til að sækja um,“ segir Melkorka. 
 
Kostnaður þátttakenda er enginn en viðskiptahraðallinn er fjármagnaður af nokkrum bakhjörlum. Þeir eru IKEA, Matarauður Íslands, HB Grandi og Landbúnaðarklasinn. Framkvæmdaaðilar eru Icelandic Startups og Sjávarklasinn

Meðfylgjandi myndir eru teknar í hófi sem haldið var í IKEA þar sem viðskiptahraðallinn var formlega kynntur til sögunnar. 
 
 

32 myndir:

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...