Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál
Fréttir 17. júlí 2014

Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdóma­varna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi.

Bent hefur verið í þessu sambandi á ofnotkun sýklalyfja sem læknar ávísa og vegna mikillar notkunar á sjúkrahúsum og í heilsugæslu. Það sem hefur þó valdið sprengingu í áunnu ónæmi fólks fyrir sýklalyfjum er þó talið vera ofnotkun þeirra sem vaxtarhvata í landbúnaði víða um heim, aðallega við eldi á nautgripum, kjúklingum og svínum. Um 70 til 80% af öllum sýklalyfjum fara til notkunar í landbúnaði, að því er fram kom í umfjöllun danska blaðsins Politiken fyrir nokkru. Þá er sýklalyfjum gjarnan blandað í vatn eða fóður til að tryggja að dýrin haldi heilsu þar til þeim er slátrað. Þetta gerir það að verkum að mikið að sýklalyfjum verður eftir í kjötinu sem fólk neytir og þar með er fjandinn laus. Þessari aðferðafræði við eldi dýra hefur hins vegar ekki verið beitt á Íslandi.

Dýraheilbrigðisstofnun Banda­ríkjanna (The Animal Health Institute of America – AHI) hefur áætlað að án notkunar sýklalyfja og annarra vaxtarhvetjandi efna þyrfti að rækta aukalega 452 milljónir kjúklinga á ári í Bandaríkjunum til að anna eftirspurn. Þá þyrfti að auka framleiðsluna um 23 milljónir nautgripa og 12 milljónir svína af sömu ástæðu. Augljóst er því að gríðarleg notkun sýklalyfja og stera er fyrst og fremst efnahagslegt hagsmunamál kjöt- og lyfjaframleiðenda. Um leið er verið að búa til stórkostlegt heilsuvandamál fyrir almenning sem neytir afurðanna

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...