Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál
Fréttir 17. júlí 2014

Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdóma­varna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi.

Bent hefur verið í þessu sambandi á ofnotkun sýklalyfja sem læknar ávísa og vegna mikillar notkunar á sjúkrahúsum og í heilsugæslu. Það sem hefur þó valdið sprengingu í áunnu ónæmi fólks fyrir sýklalyfjum er þó talið vera ofnotkun þeirra sem vaxtarhvata í landbúnaði víða um heim, aðallega við eldi á nautgripum, kjúklingum og svínum. Um 70 til 80% af öllum sýklalyfjum fara til notkunar í landbúnaði, að því er fram kom í umfjöllun danska blaðsins Politiken fyrir nokkru. Þá er sýklalyfjum gjarnan blandað í vatn eða fóður til að tryggja að dýrin haldi heilsu þar til þeim er slátrað. Þetta gerir það að verkum að mikið að sýklalyfjum verður eftir í kjötinu sem fólk neytir og þar með er fjandinn laus. Þessari aðferðafræði við eldi dýra hefur hins vegar ekki verið beitt á Íslandi.

Dýraheilbrigðisstofnun Banda­ríkjanna (The Animal Health Institute of America – AHI) hefur áætlað að án notkunar sýklalyfja og annarra vaxtarhvetjandi efna þyrfti að rækta aukalega 452 milljónir kjúklinga á ári í Bandaríkjunum til að anna eftirspurn. Þá þyrfti að auka framleiðsluna um 23 milljónir nautgripa og 12 milljónir svína af sömu ástæðu. Augljóst er því að gríðarleg notkun sýklalyfja og stera er fyrst og fremst efnahagslegt hagsmunamál kjöt- og lyfjaframleiðenda. Um leið er verið að búa til stórkostlegt heilsuvandamál fyrir almenning sem neytir afurðanna

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...