Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi
Fréttir 24. október 2017

Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Skýrslu landlæknis­embættis­ins frá septem­ber 2017, „Sýkla­lyfja­notkun og sýkla­lyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2016“, kemur fram að sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur dregist saman. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi.

Samkvæmt skýrslunni hefur heildarsala sýklalyfja handa dýrum minnkað síðustu árin hvað magn varðar, eða úr 0,73 tonnum árið 2011 í 0,58 tonn árið 2016, eða um 17%. Notkunin hafði einnig minnkað talsvert milli áranna 2010 og 2011, eða um 18%. Notkunin hérlendis er rúmlega 80 sinnum minni mælt í milligrömmum á hvert dýr en á Spáni.

Notkun á mörgum flokkum dregist saman

Miklar breytingar hafa orðið á notkun vissra lyfjaflokka á tímabilinu 2011 til 2016. Notkun á kínólónum hefur dregist saman um 97%, notkun á amínóglýkósíðum um 87% og notkun á tetracyclinsamböndum um 32%.

Beta-laktamasanæm penicillín mest notuðu sýklalyfin í dýrum

Notkun á beta-laktamasanæmum penicillínum minnkaði um 34% milli áranna 2010 og 2011, úr 0,43 tonnum í 0,28 tonn. Á árunum 2011 til 2016 hefur notkun á þessum lyfjaflokki aftur aukist um 19% og var 0,33 tonn árið 2016. Á sama tíma hefur notkun á breiðvirkum penicillínum og súlfonamíðum og trímetoprími aukist um 133% og 115% og notkun á beta-laktamasaþolnum penicillínum hefur aukist um 49%.

Beta-laktamasa­næm penicillín eru langmest notuðu sýklalyfin í dýrum, eða um 58% af heildarnotkuninni og notkun allra flokka penicíllína er 79%. Þar á eftir kemur notkun á súlfonamíðum og trímetóprímum, sem er 14% af heildarnotkuninni. Notkun á lyfjum úr öðrum lyfjaflokkum er talsvert minni.

Minnst notkun í Noregi og Íslandi

Árið 2016 kom út skýrsla á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um notkun sýklalyfja í dýrum í 29 Evrópulöndum árið 2014. Þar er tekin saman heildarnotkun í hverju landi fyrir sig mælt í tonnum. Einnig, til að auðvelda samanburð milli landa, er notkun í búfénaði deilt með áætlaðri þyngd búfjár á landinu það árið (PCU) og er þá gefið upp í mg/PCU.

Líkt og fyrri ár var notkun sýklalyfja í dýrum árið 2014 minnst á Íslandi mælt í tonnum. Þegar miðað er við mg/PCU er Ísland þó ekki lengur með minnsta notkun heldur er það Noregur með 3,1 mg/PCU og kemur Ísland þar rétt á eftir með 5,2 mg/PCU. Notkun sýklalyfja handa dýrum er langmest á Kýpur, Ítalíu og Spáni, eða 392, 360 og 419 mg/PCU.

Ísland og Noregur skera sig einnig úr hvað varðar litla sýklalyfjanotkun fyrir dýr meðal Norðurlandanna.

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...