Hús – Brekkugerðishús í Fljótsdal.
Hús – Brekkugerðishús í Fljótsdal.
Mynd / aðsendar
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og tóku við Brekkugerðishúsum Hákons Aðalsteinssonar heitins, skálds og skógarbónda með meiru, með það fyrir augum að byggja þar upp eigin ferðaþjónustu, Hengifosslodge.

Isabelle og Steff Felix hafa byggt upp farsæla ferðaþjónustu í Fljótsdalnum.

Þau kynntust Íslandi sjálf sem ferðafólk fyrir um tíu árum og féllu kylliflöt fyrir landinu við fyrstu kynni. Einkum náttúrunni, ótrúlegu landslagi, kyrrðinni og friðinum. Það varð til þess að þau komu ítrekað til Íslands sem ferðamenn og ákváðu loks að hefja þar nýtt líf.

Aðlögun fylgt eftir í svissnesku sjónvarp

Fyrir voru tvær íbúðir á Húsum sem þau settu strax í leigu. Til viðbótar þeim létu þau byggja þrjú smáhýsi til viðbótar til að styrkja rekstrargrundvöll ferðaþjónustunnar, sem þau hönnuðu sjálf en fengu svissneskt smíðafyrirtæki til að vinna. Þau gengu sjálf frá húsagrunnunum í byrjun september 2022, því þá var von á smiðunum frá Sviss sem ætluðu að reisa smáhýsin. Áður höfðu þau verið smíðuð þar í einingum og voru síðan flutt til Íslands og sett saman á þremur vikum.

Svissneskt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki fylgdi aðlögun þeirra á Íslandi eftir og hefur sjónvarpsefnið verið sýnt heima fyrir á þessu ári í vinsælli heimildamyndaröð um brottflutta Svisslendinga.

Fjórðungur frá Sviss

Sjónvarpsefnið vakti áhuga þarlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastaðar, sem hefur leitt til þess að fjórðungur þeirra ferðamanna sem hefur komið til þeirra á þessu ári hefur verið frá Sviss.

Svissneskar ferðaskrifstofur komust á snoðir um möguleika á markaðssetningu á ferðum til þeirra og þau Isabelle og Steff hafa átt í góðu samstarfi við þær á undanförnum mánuðum. Þau segja að fyrir næsta ár sé búið að skipuleggja ferðapakka á tímabilinu frá febrúar til mars, með beinu flugi frá Zürich til Akureyrar og svo nokkurra daga ferðalag þaðan til Hengifosslodge með viðkomu á Mývatni. Vel sé bókað í þessar ferðir.

Eitt af smáhýsunum þremur sem voru flutt í einingum frá Sviss.

Nánast fullbókað

Þau eru ánægð með hvernig þróun ferðaþjónustunnar hefur verið frá því að þau hófu reksturinn, nánast fullbókað hafi verið hjá þeim frá apríl fram í október.

Þau þakka markaðssetningu þeirra því hversu vel hafi gengið að fá ferðafólkið sem sækja þau heim til að gista lengur en eina nótt. Þau leitist sérstaklega eftir að veita þeim upplýsingar um þá möguleika í ferðamennsku sem Austurland bjóði upp á.

Þau vilja láta þess getið að þau séu ekki með sérstaka samninga við ferðaþjónustufyrirtæki sem útiloki samstarf við aðra. Þau vinni einnig með innlendri ferðaþjónustu, auk þess sem aðilar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu og Hollandi starfi með þeim. Þau eru þakklát fyrir velvilja og samvinnu fólksins úr nærsamfélagi Fljótsdalsins, sem hafi gert þeim kleift að láta drauminn rætast.

Innanstokks í einu af smáhýsunum.

Samsetning á smáhýsunum stóð yfir sumarið 2022.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...