Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur
Fréttir 23. janúar 2020

Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur

Höfundur: smh

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, segir í málsvörn sinni gegn ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í svokölluðu örslátrunarmáli að hann hafi ekki slátrað sjálfur lömbunum og því sé það hans krafa að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum.

Sveinn skilaði inn greinargerð til Héraðsdóms Norðurlands vestra þriðjudaginn 14. janúar, en hann kaus að verja sig sjálfur.

Var Sveinn ákærður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir, fyrir að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Nánar tiltekið var gripunum slátrað á bænum Birkihlíð í Skagafirði í september 2018, í samræmi við örslátrunartillögur Matís.

Slátraði ekki lömbunum í tilraunaverkefninu

Í vörnum Sveins kemur fram að hann hafi ekki slátrað umræddum gripum til dreifingar og neyslu. Ákæran byggi á þeim grunni að Sveinn hafi gerst brotlegur við fyrstu málsgrein fimmtu greinar laga um slátrun og sláturafurðir. Þar segir að „Sláturdýrum, sem slátra á til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skal slátra í löggiltum sláturhúsum. Kæling og frysting afurðanna skal fara fram í viðurkenndum kælum og frystum og geymsla þeirra í viðurkenndum kæligeymslum og frystigeymslum.“

Þar sem hann hafi ekki gerst brotlegur við þetta ákvæði beri að sýkna hann af þeirri ákæru sem gefin hefur verið út.

Eðlilegt að Matís teljist sakborningur

Sveinn segir enn fremur að hann hafi verið forstjóri opinbers hlutafélags (Matís) þegar meint brot átti sér stað og hafi sem starfsmaður og forsvarsmaður þess haft skyldum að gegna í þessari tilraun, enda hlutverk Matís að standa að nýsköpun í landbúnaði. Öryggi sláturafurðanna hafi verið tryggt með víðtækum örverumælingum, mun ítarlegri en sláturleyfishafar gera, og áhætta verið langt undir viðmiðunarmörkum.

Þá hafi hvert lamb verið heilbrigðisskoðað (af bónda), sem séu nákvæmari vinnubrögð en eigi sér stað í hefðbundinni slátrun. Hann segir að telji ákæruvaldið að um brot sé að ræða hefði verið eðlilegra að lögaðilinn Matís teldist sakborningur. Vísar Sveinn til 27. greinar laga um meðferð sakamála (2008 nr. 88) í því sambandi þar sem ákvæði eru um sakborninga.

Allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís

Leggur Sveinn fram þá kröfu að allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís. Enn fremur að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum og að sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð.

Ákæruvaldið hefur frest til 4. febrúar til að bregðast við greinargerð Sveins og verður í framhaldinu ákveðin dagsetning munnlegs málflutnings fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
 

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...