Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. nóvember 2019

Sveinn segir vonbrigði að skýrsla um verkefnið hafi ekki verið gefin út

Höfundur: smh

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Sveini Margeirssyni, fyrrverandi forstjóra Matís, fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir. Hann segir að það séu honum vonbrigði að skýrsla, sem hafi veriði unnin um verkefnið sem hann er ákærður fyrir, hafi ekki verið gefin út. 

Sveinn er ákærður fyrir að hafa á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018 staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Í ákærunni er þess krafist að Sveinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á þriðjudaginn.

Möguleikar bænda til verðmætasköpunar

Málið tengist svokölluðu Ör­slátrunarverkefni Matís, sem Sveinn stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður í því var að raungera tillögur Matís um örslátrun. Á þær var látið reyna heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði þann 30. september þegar nokkrum lömbum var slátrað þar og í kjölfarið voru afurðirnar seldar á bændamarkaði á Hofsósi.

Tilgangur verkefnisins var að láta reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi  við tillögur Matís um örslátrun. Einnig vildi Matís með verkefninu benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi og benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur.

Þörf á framsæknum lausnum

Sveinn segir að ákæran og málið allt hafi komið sér á óvart. „Matvælastofnun kærði mig fyrir brot á lögum um matvæli (93/1995) fimm dögum eftir að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hafði ákveðið að láta það niður falla. Ég hef aldrei getað séð að lög um matvæli hafi verið brotin, enda tryggðu starfsmenn Matís gæði og öryggi kjötsins. Ég er svo ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir,“ segir Sveinn.  Hann telur að mál hans geti orðið bændum til góðs – og styrkt samband þeirra við neytendur – verði lögunum breytt til frelsisáttar í kjölfar dóms. „Ella tel ég að bændum muni fækka, enda ómögulegt að bændur hafi ásættanlega afkomu af sauðfé í því haftakerfi sem nú er við lýði. Ég á erfitt með að sjá að vísindaleg rök séu fyrir höftunum út frá sjónarhorni áhættumats. Við treystum bændum fyrir öðrum hlekkjum virðiskeðjunnar og sjálfsagt að gera þeim kleift að auka verðmætasköpun sína með því að bera sjálfir ábyrgð á slátrun eigin lamba.“

Vonbrigði að skýrslan skuli ekki vera gefin út

Þegar Sveinn er spurður um álit hans á því að Matís vilji ekki gefa út ­skýrslu um Örslátrunarverkefnið sem virðist tilbúin til útgáfu, segir hann að það séu honum mikil vonbrigði. „Ekki síst út frá sjónarmiðum um gagnsæi og þeim áskorunum sem Íslendingar þurfa að fást við. Það eru fordæmalausar aðstæður í umhverfismálum, neytendahegðun hefur tekið stakkaskiptum og íbúum dreifðra byggða fækkar. Sem dæmi má nefna stöðuna á Norðvesturlandi þar sem íbúum hefur fækkað úr tæplega 10.500 manns í rúmlega 7.000 frá árinu 1990. Það er þörf á framsæknum lausnum, en kerfið bregst við með áhættufælni í stað þess að ræða raunverulega hver vandinn er og hvernig við getum í sameiningu tekist á við áskoranir samtímans með þekkingu og kjark að vopni.“

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir aðild að málinu en honum hefur ekki verið birt ákæra lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.  

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara