Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Mynd / Grýtubakkahreppur
Fréttir 10. mars 2021

Sundlauginni á Grenivík lokað á köldustu dögunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Við verðum því miður að grípa til þess bragðs að loka sundlauginni á köldustu dögum núna í vetur. Það er gert til að tryggja að fyrirtækin okkar fái það vatn sem þau þurfa til sinnar starfsemi,“ segir í frétt á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Tíðarfar það sem eftir lifir vetrar mun ráða hversu oft þarf að grípa inn í og loka sundlauginni.

Lögnin hefur ekki undan á köldustu dögunum

Fram kemur að það hafi verið mikið framfararskref þegar hitaveita var lögð til Grenivíkur, en hún kemur alla leið frá Reykjum í Fnjóskadal. Sáu menn á þeim tíma ekki fyrir alla þá möguleika sem hitaveita skapaði, því eftir einungis um áratug í rekstri var veitan komin að þolmörkum.

„Nú er staðan þannig að lögnin hefur ekki undan á köldustu dögum og þrýstingur fellur hjá þeim notendum sem verst eru staðsettir.“
Sveitarstjórn hefur ítrekað bókað áhyggjur sínar undanfarin ár og sent áskoranir um úrbætur til Norðurorku. Einnig hafa sveitarstjóri og fulltrúar úr sveitarstjórn átt þó nokkra fundi með starfsmönnum Norðurorku. Nú síðast var fundað með starfsmönnum og stjórnarformanni Norðurorku í janúar. Sveitarstjórn hefur enn á ný sent frá sér formlegt erindi þar sem farið er fram á að Norðurorka geri nú þegar áætlun um uppbyggingu veitunnar þannig að hún geti þjónað samfélaginu til framtíðar.

Órannsökuð svæði í hreppnum

Einnig að farið verði í frekari rannsóknir með borunum í hreppnum þar sem enn eru órannsökuð svæði sem þykja nokkuð vænleg. Þá hefur verið farið fram á að afköst veitunnar verði hámörkuð svo fljótt sem mögulegt er með þeim aðgerðum sem tiltækar eru, t.d. með aukinni dælingu.

Norðurorka hefur þegar lagt í verulegar framkvæmdir á Reykjum til að auka skilvirkni og afkastagetu veitunnar. Í sumar verður byggð dælustöð sem eykur afköst og standa vonir til að næsta vetur verði staðan því mun betri en í vetur. Áformað er að setja upp fleiri dælustöðvar á leiðinni frá Reykjum til Grenivíkur á næstu árum og hámarka þannig það vatn sem við getum fengið með núverandi lögn.

Fram kemur einnig að íbúar sveitarfélagsins treysti því að Norðurorka leysi málið og staðan verði betri næsta vetur. Leita þurfi varanlegri lausna til að veitan geti þjónað vaxandi byggð og auknum umsvifum í atvinnulífi til framtíðar. 

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...