Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Mynd / Grýtubakkahreppur
Fréttir 10. mars 2021

Sundlauginni á Grenivík lokað á köldustu dögunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Við verðum því miður að grípa til þess bragðs að loka sundlauginni á köldustu dögum núna í vetur. Það er gert til að tryggja að fyrirtækin okkar fái það vatn sem þau þurfa til sinnar starfsemi,“ segir í frétt á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Tíðarfar það sem eftir lifir vetrar mun ráða hversu oft þarf að grípa inn í og loka sundlauginni.

Lögnin hefur ekki undan á köldustu dögunum

Fram kemur að það hafi verið mikið framfararskref þegar hitaveita var lögð til Grenivíkur, en hún kemur alla leið frá Reykjum í Fnjóskadal. Sáu menn á þeim tíma ekki fyrir alla þá möguleika sem hitaveita skapaði, því eftir einungis um áratug í rekstri var veitan komin að þolmörkum.

„Nú er staðan þannig að lögnin hefur ekki undan á köldustu dögum og þrýstingur fellur hjá þeim notendum sem verst eru staðsettir.“
Sveitarstjórn hefur ítrekað bókað áhyggjur sínar undanfarin ár og sent áskoranir um úrbætur til Norðurorku. Einnig hafa sveitarstjóri og fulltrúar úr sveitarstjórn átt þó nokkra fundi með starfsmönnum Norðurorku. Nú síðast var fundað með starfsmönnum og stjórnarformanni Norðurorku í janúar. Sveitarstjórn hefur enn á ný sent frá sér formlegt erindi þar sem farið er fram á að Norðurorka geri nú þegar áætlun um uppbyggingu veitunnar þannig að hún geti þjónað samfélaginu til framtíðar.

Órannsökuð svæði í hreppnum

Einnig að farið verði í frekari rannsóknir með borunum í hreppnum þar sem enn eru órannsökuð svæði sem þykja nokkuð vænleg. Þá hefur verið farið fram á að afköst veitunnar verði hámörkuð svo fljótt sem mögulegt er með þeim aðgerðum sem tiltækar eru, t.d. með aukinni dælingu.

Norðurorka hefur þegar lagt í verulegar framkvæmdir á Reykjum til að auka skilvirkni og afkastagetu veitunnar. Í sumar verður byggð dælustöð sem eykur afköst og standa vonir til að næsta vetur verði staðan því mun betri en í vetur. Áformað er að setja upp fleiri dælustöðvar á leiðinni frá Reykjum til Grenivíkur á næstu árum og hámarka þannig það vatn sem við getum fengið með núverandi lögn.

Fram kemur einnig að íbúar sveitarfélagsins treysti því að Norðurorka leysi málið og staðan verði betri næsta vetur. Leita þurfi varanlegri lausna til að veitan geti þjónað vaxandi byggð og auknum umsvifum í atvinnulífi til framtíðar. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...