Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Styrkir til skógareyðingar
Fréttir 15. apríl 2015

Styrkir til skógareyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samanburður á styrkjum til að draga úr eyðingu regnskóga og til fyrirtækja sem stunda skógarhögg sýnir að stjórnvöld í Brasilíu og Indónesíu leggja mun meira fé til skógarhöggsfyrirtækja en til verndunar skóga. 
 
Í samanburðinum sem gerður var af stofnun sem kallast Overseas Development Institute og er staðsett í London segir að stjórnvöld í þessum löndum hafi lagt skógarhöggsfyrirtækjum allt að 40 milljarða Bandaríkjadali  á árunum 2009 til 2012 en eytt 34 milljónum dala til verndunar skóga á sama tíma. Upphæðin sem skógarhöggsfyrirtækin fengu er því rúmlega  hundrað sinnum hærri.
 
Þegar talað er um skógar­höggsfyrirtæki í þessum samanburði er meðal annars átt við fyrirtæki sem fella skóga til að vinna timbur, rækta pálmaolíu, soja, nautakjöt og plöntur sem nýttar eru í lífdísil. 
 
Undanfarin ár hafa lönd eins og Noregur og Þýskaland lagt Brasilíu og Indónesíu til megnið af því fé sem fer til verndunar regnskóganna þar. 
 
Helmingur allrar skógareyðingar í hitabeltinu á árunum 1990 til 2010 átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu en eftirspurn eftir harðvið frá þessum löndum er mest í efnaðri löndum á norðurhveli. 

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...