Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Styrkir til skógareyðingar
Fréttir 15. apríl 2015

Styrkir til skógareyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samanburður á styrkjum til að draga úr eyðingu regnskóga og til fyrirtækja sem stunda skógarhögg sýnir að stjórnvöld í Brasilíu og Indónesíu leggja mun meira fé til skógarhöggsfyrirtækja en til verndunar skóga. 
 
Í samanburðinum sem gerður var af stofnun sem kallast Overseas Development Institute og er staðsett í London segir að stjórnvöld í þessum löndum hafi lagt skógarhöggsfyrirtækjum allt að 40 milljarða Bandaríkjadali  á árunum 2009 til 2012 en eytt 34 milljónum dala til verndunar skóga á sama tíma. Upphæðin sem skógarhöggsfyrirtækin fengu er því rúmlega  hundrað sinnum hærri.
 
Þegar talað er um skógar­höggsfyrirtæki í þessum samanburði er meðal annars átt við fyrirtæki sem fella skóga til að vinna timbur, rækta pálmaolíu, soja, nautakjöt og plöntur sem nýttar eru í lífdísil. 
 
Undanfarin ár hafa lönd eins og Noregur og Þýskaland lagt Brasilíu og Indónesíu til megnið af því fé sem fer til verndunar regnskóganna þar. 
 
Helmingur allrar skógareyðingar í hitabeltinu á árunum 1990 til 2010 átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu en eftirspurn eftir harðvið frá þessum löndum er mest í efnaðri löndum á norðurhveli. 

 

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...