Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkir til skógareyðingar
Fréttir 15. apríl 2015

Styrkir til skógareyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samanburður á styrkjum til að draga úr eyðingu regnskóga og til fyrirtækja sem stunda skógarhögg sýnir að stjórnvöld í Brasilíu og Indónesíu leggja mun meira fé til skógarhöggsfyrirtækja en til verndunar skóga. 
 
Í samanburðinum sem gerður var af stofnun sem kallast Overseas Development Institute og er staðsett í London segir að stjórnvöld í þessum löndum hafi lagt skógarhöggsfyrirtækjum allt að 40 milljarða Bandaríkjadali  á árunum 2009 til 2012 en eytt 34 milljónum dala til verndunar skóga á sama tíma. Upphæðin sem skógarhöggsfyrirtækin fengu er því rúmlega  hundrað sinnum hærri.
 
Þegar talað er um skógar­höggsfyrirtæki í þessum samanburði er meðal annars átt við fyrirtæki sem fella skóga til að vinna timbur, rækta pálmaolíu, soja, nautakjöt og plöntur sem nýttar eru í lífdísil. 
 
Undanfarin ár hafa lönd eins og Noregur og Þýskaland lagt Brasilíu og Indónesíu til megnið af því fé sem fer til verndunar regnskóganna þar. 
 
Helmingur allrar skógareyðingar í hitabeltinu á árunum 1990 til 2010 átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu en eftirspurn eftir harðvið frá þessum löndum er mest í efnaðri löndum á norðurhveli. 

 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...