Heimild: OECD Agricultural Policy Monitoring and Evaluation 2025 og OECD Agricultural Policy  Monitoring and Evaluation Dataset
Heimild: OECD Agricultural Policy Monitoring and Evaluation 2025 og OECD Agricultural Policy Monitoring and Evaluation Dataset
Fréttir 26. nóvember 2025

Stuðningsgreiðslur í landbúnaði og tollvernd

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Talsvert hefur verið fjallað um aukinn innflutning landbúnaðarvara á sama tíma og framleiðsla innlendra landbúnaðarvara hefur átt í vök að verjast. Það er því ekki úr vegi að rýna í opinberan stuðning við landbúnaðarfram- leiðslu á Íslandi í samanburði við þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við sem og tollverndina.

OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) er alþjóðlegt samstarf 38 aðildarríkja, þar á meðal Íslands. Stofnunin safnar saman og ber saman töluleg gögn og gefur út ítarlegar greiningarskýrslur sem eru leiðbeinandi fyrir aðildarlönd.

Í nýlegri skýrslu OECD um landbúnað er áhugavert að rýna hvernig stuðningsgreiðslur til landbúnaðarframleiðenda hafa þróast undanfarin ár. Í skýrslunni eru fjárhæðir samræmdar fyrir öll lönd í bandaríkjadollurum (USD). Ef við skoðum þróun stuðningsgreiðslna til landbúnaðarframleiðenda á Íslandi, í Noregi, Sviss og Evrópusambandinu má sjá að breyting á fjárhæðum sveiflast nokkuð milli ára en sé horft til tímabilsins frá 2016 til 2024, þá hækkuðu stuðningsgreiðslur mest í Noregi, eða um 35%. Fyrir sama tímabil hækkuðu stuðningsgreiðslur til landbúnaðarframleiðenda um 16% í Sviss, 12% á Íslandi en einungis 4% í Evrópusambandinu.

Heimild: OECD Agricultural Policy Monitoring and Evaluation 2025

Auk beinna stuðningsgreiðslna til landbúnaðarframleiðenda tekur OECD einnig saman svokallaðan markaðsverndarstuðning sem er aðallega í formi tolla. OECD reiknar markaðsverndarstuðninginn með því að bera saman verð til bænda miðað við heimsmarkaðsverð og margfalda muninn á því með framleiddu magni innanlands. Þannig reiknaði OECD að markaðsverndarstuðningur sem hlutfall af heildarstuðningi til landbúnaðarframleiðenda væri 45% á Íslandi fyrir tímabilið 2022 til 2024 en 27% fyrir sama tímabil í Noregi, 44% í Sviss og 23% í Evrópusambandinu.

Á sama tíma og áhugavert er að skoða tölfræði OECD er óumdeilt að tollvernd fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir hefur rýrnað verulega undanfarin ár.

Tollkvótar hafa verið auknir þar sem stöðugt hefur verið aukið það magn sem heimilt er að flytja inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu (ESB). Sem dæmi þá má nú flytja ríflega eitt þúsund tonn tollfrjálst af alifuglakjöti frá ESB, um sjö hundruð tonn bæði af nautakjöti og svínakjöti og ríflega sex hundruð tonn af osti. Þrátt fyrir það hefur innflutningur á þessum landbúnaðarvörum aukist það mikið undanfarin ár að flutt hefur verið inn talsvert umfram heimilaða tollkvóta. Þannig var flutt inn um 40% umfram tollkvóta af alifuglakjöti árið 2024, 41% af nautakjöti, 46% af svínakjöti og 66% af osti.

Heimild: Hagstofa Íslands, Skatturinn (Tollskrá)

Tollar á kjöt og osta er annars vegar prósentutollur á innflutningsverð og hins vegar magntollur, þ.e. fast verð á hvert kíló. Samkvæmt samningi við ESB hefur magntollur ekki tekið almennum verðlagsbreytingum.

Þannig var til dæmis magntollur á nautahryggvöðva 1.087 kr. árið 1995 og hefði miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs verið kominn í 3.938 kr. árið 2024. Magntollur á nautahryggvöðva er nú hins vegar 652 kr., þar sem að samið var við ESB um 40% almenna tollalækkun á kjöt í janúar 2007. Tollalækkunin náði einnig til lækkunar á prósentutolli, þannig að í stað 30% prósentutolls á innflutningsverð áður, þá er prósentutollur á kjöt nú 18%. Ef við skoðum magntoll á lambalærisvöðva, þá var hann 883 kr. árið 1995 en er nú 530 kr. Magntollur á svínalærisvöðva var 1.022 kr. árið 1995 en er nú 613 kr. og magntollur á fyrst úrbeinað kjúklingakjöt var 900 kr. árið 1995 en er nú 540 kr.

Þá var magntollur á fullunnin ost 430 kr. árið 1995 og hefði miðað við almenna vísitöluhækkun verið kominn í 1.558 kr. en er nú 798 kr.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...