Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Mynd / CIAL
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunum.

Seafoodture-verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Matís tekur þátt fyrir Íslands hönd. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Stefnt er að því að nýta stórþörunga sem sjálfbæran próteingjafa í matvæli, að sögn Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís. Hagnýting og næringarinnihald stórþörunga verði rannsakað með það fyrir augum að bæta næringarlega samsetningu matvæla, með áherslu á bætta heilsu neytenda. Enn fremur segir hún markmiðið að fullnýta sem mest af hráefninu í matvæli og annað í lífrænar matvælaumbúðir.

Upphafsfundur í verkefninu fór fram um miðjan maí hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Tíu samstarfsaðilar frá átta löndum sóttu hann. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Meðal samstarfsaðila Matís í verkefninu eru vísindafólk frá Spáni, Tyrklandi, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Noregi og Eistlandi.

„Hröð fólksfjölgun ýtir matvælaframleiðslu í átt að þolmörkum og nýting á próteinum úr dýraríkinu veldur auknu álagi á umhverfið,“ segir Sophie í fregn á vef Matís. „Þar að auki þarf að bæta úrval af plöntupróteinum sem eru minna háð notkun vatns og landsvæðis. Það er brýn þörf á að þróa fleiri próteinríkar matvörur sem innihalda mikilvæg næringarefni með því að nýta óhefðbundnar auðlindir. Sjónum hefur verið í auknum mæli beint að stórþörungum en þeir hafa fram til þessa verið fremur lítið rannsakaðir sem matvæli,“ segir hún.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...