Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Mynd / CIAL
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunum.

Seafoodture-verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Matís tekur þátt fyrir Íslands hönd. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Stefnt er að því að nýta stórþörunga sem sjálfbæran próteingjafa í matvæli, að sögn Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís. Hagnýting og næringarinnihald stórþörunga verði rannsakað með það fyrir augum að bæta næringarlega samsetningu matvæla, með áherslu á bætta heilsu neytenda. Enn fremur segir hún markmiðið að fullnýta sem mest af hráefninu í matvæli og annað í lífrænar matvælaumbúðir.

Upphafsfundur í verkefninu fór fram um miðjan maí hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Tíu samstarfsaðilar frá átta löndum sóttu hann. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Meðal samstarfsaðila Matís í verkefninu eru vísindafólk frá Spáni, Tyrklandi, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Noregi og Eistlandi.

„Hröð fólksfjölgun ýtir matvælaframleiðslu í átt að þolmörkum og nýting á próteinum úr dýraríkinu veldur auknu álagi á umhverfið,“ segir Sophie í fregn á vef Matís. „Þar að auki þarf að bæta úrval af plöntupróteinum sem eru minna háð notkun vatns og landsvæðis. Það er brýn þörf á að þróa fleiri próteinríkar matvörur sem innihalda mikilvæg næringarefni með því að nýta óhefðbundnar auðlindir. Sjónum hefur verið í auknum mæli beint að stórþörungum en þeir hafa fram til þessa verið fremur lítið rannsakaðir sem matvæli,“ segir hún.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...