Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Erlendur Ingvarsson, Skarði og Sigrún Gréta Einarsdóttir á Þúfu með verðlaunahrútana sína á sýningunni, allt glæsilegir hrútar.
Mynd / MHH
Fréttir 30. október 2017

Stórskemmtileg fjárlita­sýning í Holtum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit stóð fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. 
 
Var sýningin haldin hjá Kristni Guðnasyni og fjölskyldu hans sunnudaginn 15. október. Á annað hundrað manns mættu til að skoða litfagurt fé og til að fylgjast með dómurum að störfum. Öllum viðstöddum var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Þá voru boðin upp tvö falleg lömb.
 
Gestir sýningarinnar völdu þetta lúðótta lamb litfegursta lamb sýningarinnar en þessi litur er mjög sjaldgæfur. Lambið er í eigu ábúendanna á bænum Húsagarði.
 
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson á Hellu og mæðgurnar frá Skarði, þær Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og  Helga Fjóla Erlendsdóttir, létu sig ekki vanta á sýninguna.
 
Bjarni Sigurðsson á Torfastöðum í Fljótshlíð og ráðsmaðurinn hans, Ari S. Magnússon, voru á meðal fjölmargra gesta á litasýningunni.

Skylt efni: fjárlitir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...