Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eiturefni, Paraquat, ESB
Eiturefni, Paraquat, ESB
Fréttir 19. september 2017

Stórhættulegt Paraquat bannað í ESB en selt í miklu magni til annarra ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Evrópusambandið er sakað um tvískinnung varðandi framleiðslu og notkun á ýmsum eiturefnum sem ætluð eru til notkunar í landbúnaði. Á sama tíma og ESB hefur bannað sum þessara efna af heilsufarsástæðum er haldið áfram að framleiða þau og flytja út til annarra ríkja í þúsunda tonna vís.

Greint var frá þessu í breska blaðinu The Guardian 22. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að innan Evrópu­sambandsins hefur verið tekin ákvörðun um að banna ýmsar gerðir svokallaðra varnar­efna til notkunar í land­búnaði af heilsu­fars­ástæðum, en flest eru þau mjög eitruð. Þar er um að ræða ýmiss konar gróðureyðinga­refni og skordýra­eitur. Þó hefur ítrekað verið veittur frestur til innleiðingar á þessum ráðagerðum.

Bannað í ESB-löndum en flutt út í stórum stíl

Árið 2007 var bannað að nota gróðureyðingarefnið Paraquat innan ESB-ríkja, en þetta efni hafði þá valdið þúsundum dauðsfalla víða um heim og leitt til fjölda sjálfsmorða. Þrátt fyrir bannið hefur svissneska fyrirtækið Syngenta haldið áfram framleiðslu efnisins í verksmiðju sinni í Huddersfield í Englandi. Þaðan hafa þúsundir tonna af efninu verið seld til landa utan ESB sem yfirvöld í Evrópusambandinu hafa látið óátalið. Þar er efnið notað m.a. við ræktun matjurta.

Haft er eftir Baskut Tuncak, sem er upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða eitraðan úrgang, að þeir sem berjist gegn notkun eiturefna fordæmi þessi vinnubrögð og saki ESB um tvöfalt siðgæði. Tunack segist furðu lostinn  að Evrópu­sambandið skuli banna notkun á Paraquat innan  sinna landamæra en flytji það svo áfram út til ríkja þar sem reglur eru ekki eins strangar.

Efnarisinn Syngenta ber ábyrgð á útflutningi á um 95% af Paraquat frá Evrópu en efnið er selt undir vörumerkinu Gramoxone. Það smýgur hæglega í gegnum húð manna og hefur verið tengt við Parkinson-sjúkdóminn. Þá getur innöndun á gufum af efninu valdið alvarlegum lungnaskaða samkvæmt heimasíðu Crouse Hospital í Bandaríkjunum og valdið því sem kallað er Paraquat lungum og eyðileggingu á nýrum. Snerting við efnið er einnig mjög hættuleg. Það hefur samt m.a. verið notað af stjórnvöldum þar í landi við að eyðileggja marijúanaakra.

Syngenta hefur framleitt Paraquat í verksmiðju sinni í Huddersfield í tvo áratugi. Á árinu 2014 var fyrirtækið sektað um 200.000 pund eftir að uppvíst var að meira en þrjú tonn af efninu höfðu lekið út í umhverfið eftir óhapp. 

Rúmlega 41 þúsund tonn seld til fátækari ríkja

Frá 2015 hefur Syngenta flutt út 122.831 tonn af Paraquat frá Bretlandi. Það er að meðaltali um 41.000 tonn á ári samkvæmt tölum sem Guardina fékk hjá Swiss NGO public Eye. Nærri tveir þriðju af þessum útflutningi, eða um 62%, fór til fátækra ríkja og þar á meðal til Brasilíu, Mexíkó, Indónesíu, Gvatemala, Venesúela og Indlands. Um 35% voru flutt út til Bandaríkjanna þar sem einungis er heimilt að nota paraquat með sérstöku leyfi.  

Í samtali við Guardian segir talsmaður Syngenta að hann harmi óhappið í Bretlandi, en enginn hafi þó slasast og umhverfið hafi ekki boðið skaða af. Þá sagði hann að í meira en hálfa öld hafi Paraquat reynst heimsins áhrifaríkasta hjálparefnið. Það hafi hjálpað milljónum bænda til að auka framleiðni og að standa sig í samkeppninni. Þá benti hann á að efnið væri enn leyft í löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu og í Japan. 

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...