Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stöðum.

Nautgripir, hross og svín teljast til stórgripa við slátrun. Níu sláturhús framkvæmdu stórgripaslátrun árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Mest var slátrað af svínum, eða 72.404 gripum, sem eru tæplega 70 prósent af allri stórgripaslátrun landsins. Langmest var slátrað hjá Stjörnugrís, eða 54.876 gripum. Það gerir tæplega 53 prósent af allri stórgripaslátrun landsins en aðeins svínum er slátrað hjá fyrirtækinu. Rúm 8.600 svínum var slátrað í sláturhúsi Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri og tæplega 4.000 á SS á Selfossi.

Þá var 23.169 nautgripum slátrað í átta sláturhúsum, mest hjá SS á Selfossi, eða um 6.600 gripum, tæplega 6.000 á Sláturhúsinu á Hellu og ríflega 5.000 hjá Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri. Rúmlega 2.200 nautgripum var slátrað á Sauðárkróki, um 1.600 á Blönduósi og um 1.500 hjá B. Jensen í Hörgársveit. Minna en 100 gripum var slátrað í Borgarnesi og á Vopnafirði.

Tæplega 8.200 hrossum var slátrað árið 2023, langmest hjá SS á Selfossi, eða ríflega 3.700 gripum sem eru um 45,5 prósent af heildinni. Um 2.000 gripir fóru í gegnum sláturhús Kjarnafæði Norðlenska / SAH afurða á Blönduósi og ríflega 1.300 hrossa var slátrað á Sauðárkróki.

Aðeins þrjú sláturhús slátra öllum gerðum stórgripa. SS á Selfossi slátraði 13,82% af öllum stórgripum landsins, 14.335 talsins, og slátruðu mest allra sláturhúsa af nautum og hrossum. Sláturhús Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri slátraði 13,36% allra stórgripa, mest af svínum en lítið af hrossum. Sláturhús B. Jensen á Akureyri slátraði 6,31% af öllum stórgripum landsins.

Skylt efni: stórgripaslátrun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...