Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stöðum.

Nautgripir, hross og svín teljast til stórgripa við slátrun. Níu sláturhús framkvæmdu stórgripaslátrun árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Mest var slátrað af svínum, eða 72.404 gripum, sem eru tæplega 70 prósent af allri stórgripaslátrun landsins. Langmest var slátrað hjá Stjörnugrís, eða 54.876 gripum. Það gerir tæplega 53 prósent af allri stórgripaslátrun landsins en aðeins svínum er slátrað hjá fyrirtækinu. Rúm 8.600 svínum var slátrað í sláturhúsi Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri og tæplega 4.000 á SS á Selfossi.

Þá var 23.169 nautgripum slátrað í átta sláturhúsum, mest hjá SS á Selfossi, eða um 6.600 gripum, tæplega 6.000 á Sláturhúsinu á Hellu og ríflega 5.000 hjá Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri. Rúmlega 2.200 nautgripum var slátrað á Sauðárkróki, um 1.600 á Blönduósi og um 1.500 hjá B. Jensen í Hörgársveit. Minna en 100 gripum var slátrað í Borgarnesi og á Vopnafirði.

Tæplega 8.200 hrossum var slátrað árið 2023, langmest hjá SS á Selfossi, eða ríflega 3.700 gripum sem eru um 45,5 prósent af heildinni. Um 2.000 gripir fóru í gegnum sláturhús Kjarnafæði Norðlenska / SAH afurða á Blönduósi og ríflega 1.300 hrossa var slátrað á Sauðárkróki.

Aðeins þrjú sláturhús slátra öllum gerðum stórgripa. SS á Selfossi slátraði 13,82% af öllum stórgripum landsins, 14.335 talsins, og slátruðu mest allra sláturhúsa af nautum og hrossum. Sláturhús Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri slátraði 13,36% allra stórgripa, mest af svínum en lítið af hrossum. Sláturhús B. Jensen á Akureyri slátraði 6,31% af öllum stórgripum landsins.

Skylt efni: stórgripaslátrun

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...