Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjötiðnaðarmaðurinn Guðmundur Friðgeirsson, Guðrún Smáradóttir og Sævar Þórisson eru starfsmenn í slátrun og kjötvinnslu.
Kjötiðnaðarmaðurinn Guðmundur Friðgeirsson, Guðrún Smáradóttir og Sævar Þórisson eru starfsmenn í slátrun og kjötvinnslu.
Mynd / Sláturhús Vesturlands
Fréttir 1. mars 2021

Stórgripaslátrun aukist mjög hjá Sláturhúsi Vesturlands á síðustu þremur árum

Höfundur: smh

Á dögunum bárust tíðindi af því að mjólkurbúið Biobú ætlaði að hefja framleiðslu og sölu á lífrænt vottuðu nautgripakjöti núna í mars. Þar fylgdi sögunni að Sláturhús Vesturlands myndi slátra gripunum og vinna kjötið fyrir Biobú, en um áramótin fékk sláturhúsið lífræna vottun fyrir slíka starfsemi. Sláturhús Vesturlands er svokallað þjónustusláturhús og þjónar almennt þeim bændum sem framleiða kjötvörur undir eigin merkjum. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir gæðastjóri segir að starfsemi þeirra samræmist vel hugmyndafræði „lífrænna bænda“.

„Það reyndist auðvelt fyrir okkur að uppfylla kröfurnar fyrir vottunina og við metum það svo að það sé mikill heiður að fá að vinna með Biobú, enda hafa aðstandendur þess félags verið brautryðjendur í lífrænni ræktun hér á landi. Stefna lífrænna bænda samræmist vel því sem við erum að gera að öðru leyti, en í lífrænni ræktun er meðal annars lögð áhersla á góða meðferð lands og dýra, stuttar flutningaleiðir og hringrás næringarefna. Fólk velur lífrænt meðal annars af hugmyndafræðilegum ástæðum og vegna þess að þar fær það vörur sem eru af þekktum gæðum og uppruna,“ segir Anna Dröfn.

Umfang stórgripaslátrunar stóraukist

Hún segir að umfang rekstursins hafi aukist töluvert í stórgripaslátrun á síðustu þremur árum. Skapast hafi nokkur heilsársstörf. „Okkar vinnsla miðast að því að geta aukist enn meir á næstu misserum. Sauðfjárslátrun hefur verið svipuð síðustu tvö haust. Slátrað hefur verið yfir 1.800 gripum en möguleiki er á aukningu á því sviði einnig,“ segir Anna Dröfn.

„Það hafa verið vissar hugmyndir með lífræna vottun en þá hugsað meira um að geta þjónustað sauðfjárbú með lífræna ræktun. Þessi vottun hefur hins vegar opnað fyrir okkur tækifæri sem eru þó mun meiri en eingöngu fyrir lífrænt ræktað sauðfé, heldur einnig lífrænt ræktað naut og nautgripi.

Við höfum eins og aðrir orðið vör við aukinn áhuga á mat undanfarin ár. Það er auðvitað fjöldi fólks sem velur alltaf það ódýrasta í boði verslunarvelda, Samkeppnisstofnunar og áhrifavalda þeirra og við erum ekki í stöðu til að gera athugasemdir við það, en það er líka vaxandi fjöldi fólks sem vill hafa meiri stjórn á sínum matarinnkaupum og það er markhópurinn okkar,“ segir Anna Dröfn.

Í eigu nokkurra borgfirskra bænda

Sláturhús Vesturlands var stofnað 2013 og er staðsett í Brákarey í Borgarnesi. „Rekstrarfélagið Sláturhús Vesturlands er í eigu þriggja félaga; Gúnda GK ehf., Góðs bita ehf. og Glitstaða ehf. Að þessum félögum standa síðan nokkrir bændur í Borgarfirði,“ segir Anna Dröfn þegar hún er spurð um eignarhald fyrirtækisins.

„Sláturhúsið er fyrst og fremst þjónustusláturhús, en við framleiðum einnig fyrir samstarfsaðila í vaxandi mæli. Við slátrum, stórgripum og sauðfé og höfum einnig réttindi til að slátra svínum. Þegar fyrirspurn um að vinna með Biobú barst okkur þá sáum við strax tækifæri fyrir okkur þar.“

Sútunarverkefni í gangi

„Bændurnir sem eru í viðskiptum við okkur eru yfirleitt að selja eitthvað sjálfir, undir sínum vörumerkjum, og við reynum eftir fremsta megni að uppfylla þær þarfir þeirra. Við höfum verið að prófa að láta súta fyrir okkur gærur og markaðsfæra þær og höfum hlotið til þess styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands og Markaðssjóði sauðfjárafurða. Sláturhúsið fékk einnig styrk til uppbyggingar frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins, sem nú er horfinn á braut.

Fyrirtækið hefur notið almennrar velvildar og við höfum átt gott samstarf við stofnanir og eftirlit þótt gjaldskrár endurspegli ekki meint­an vilja stjórnvalda til eflingar matvælaframleiðslu og vernd umhverfis.

Þessa dagana erum við að setja upp litla netverslun á síðunni okkar (slaturhus.is), við setjum einnig inn tilboð og fréttir á Facebook, við eigum takmarkað óráðstafað af lambakjöti þangað til í næstu sláturtíð, en eigum nóg af úrvals nautakjöti með 100 prósent rekjanleika beint til bónda. Svo munum við bjóða upp á sauðfjárslátrun núna eftir talningu og vonandi líka í sumar ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Anna Dröfn.

Anna Dröfn Sigurjónsdóttir,
gæða­stjóri Sláturhúss Vesturlands.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...