Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB
Fréttir 2. október 2015

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi:

Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla. Í samningnum felast vissulega tækifæri fyrir íslenskan landbúnað en hitt er jafnljóst að samkeppnisstaða bænda mun í mörgum tilvikum versna.

Ekki verður séð að stjórnvöld hafi gert neina skipulega athugun á líklegum áhrifum samningsins, svo sem á samkeppnisstöðu einstakra búgreina, afurðastöðva, annarra úrvinnslufyrirtækja eða matvælaiðnaðar yfirleitt. Meta hefði þurft áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Öllu þessu tengjast störf og afkoma - ekki bara bænda heldur líka verkafólks í úrvinnslugreinum.

Í ljósi þessarar niðurstöðu er það krafa stjórnar Bændasamtakanna að viðræðum um búvörusamninga verið hraðað. Þeim þarf að ljúka á næstu vikum og þar þarf að taka mið af þeim nýja veruleika sem samningurinn hefur í för með sér. Stjórnin telur að stjórnvöld eigi ekki að staðfesta samninginn við ESB fyrr en að nýir búvörusamningar liggja fyrir. Eðlilegt er að þessi mál séu rædd samhliða og komi til afgreiðslu Alþingis á sama tíma.
 

/ Samþykkt á fundi stjórnar 1. október 2015

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...