Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB
Fréttir 2. október 2015

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi:

Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla. Í samningnum felast vissulega tækifæri fyrir íslenskan landbúnað en hitt er jafnljóst að samkeppnisstaða bænda mun í mörgum tilvikum versna.

Ekki verður séð að stjórnvöld hafi gert neina skipulega athugun á líklegum áhrifum samningsins, svo sem á samkeppnisstöðu einstakra búgreina, afurðastöðva, annarra úrvinnslufyrirtækja eða matvælaiðnaðar yfirleitt. Meta hefði þurft áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Öllu þessu tengjast störf og afkoma - ekki bara bænda heldur líka verkafólks í úrvinnslugreinum.

Í ljósi þessarar niðurstöðu er það krafa stjórnar Bændasamtakanna að viðræðum um búvörusamninga verið hraðað. Þeim þarf að ljúka á næstu vikum og þar þarf að taka mið af þeim nýja veruleika sem samningurinn hefur í för með sér. Stjórnin telur að stjórnvöld eigi ekki að staðfesta samninginn við ESB fyrr en að nýir búvörusamningar liggja fyrir. Eðlilegt er að þessi mál séu rædd samhliða og komi til afgreiðslu Alþingis á sama tíma.
 

/ Samþykkt á fundi stjórnar 1. október 2015

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...