Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sterk staða íslensks kjúklinga- og svínakjöts
Mynd / smh
Fréttir 13. júní 2019

Sterk staða íslensks kjúklinga- og svínakjöts

Höfundur: Ritstjórn

„Þessar niðurstöður sýna sterka stöðu íslensks svínakjöts og kjúklingakjöts. Í sýnum úr íslensku kjúklinga- og svínakjöti fannst hvorki salmonella né kampýlóbakter“ segir Guðrún Tryggvadóttir formaður Bandasamtaka Íslands um niðurstöður skimunar Matvælastofnunar fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti.  

„Þetta eru mjög jákvæðar niðurstöður og til marks um hversu sterkar þessar greinar standa hér á landi og að sú áhersla sem lögð á þessi mál af hálfu bænda hefur skilað árangri,“ segir Guðrún.

Matvælastofnun birti í gær niðurstöður skimunar fyrir algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í verslunum. Eins og fram kemur í skýrslunni náði skimunin til helstu sjúkdómsvaldandi örvera sem líklegt er að finna í kjöti þ.e.  salmonellu í svínakjöti, kampýlóbakter  og salmonellu í kjúklingakjöti og shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) í nautgripa- og kindakjöti.

Munu beita sér fyrir frekari rannsóknum

Niðurstöður skimunarinnar leiddu í ljós að STEC finnst á kjöti af sauðfé og nautgripum en slíkar skimanir á kjötvörum í verslunum hafa ekki verið framkvæmdar áður hérlendis. Einnig var kannað hvort fimm algengustu sermisgerðir STEC væru til staðar í jákvæðum sýnum og fundust þrjár þeirra en ekki sú sem veldur algengustu hópsýkingum af völdum E. coli í heiminum.

Guðrún segir ljóst að þessar niðurstöður sýni, eins og fram kemur í skýrslunni, að það þarf að rannsaka þessi mál betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. „Bændasamtökin munu beita sér fyrir því Matvælastofnun rannsaki þessi mál enn frekar. Frekari rannsóknir eru mikilvægar til þess að leiða í ljós hvort bakteríurnar eru, í einhverjum tilfellum, til staðar í sjúkdómsvaldandi magni, en þær niðurstöður sem nú eru kynntar sýna eingöngu hvort þær finnast eða ekki,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Það væri einnig í þessu tilfelli áhugavert að hafa samanburð við önnur lönd í Evrópu, en iðrasýkingar af völdum STEC eru afar fátíðar hér á landi í samanburði við önnur lönd og er tíðni þeirra hér á landi til dæmis með því lægsta sem gerist í Evrópu þrátt fyrir að skimun Matvælastofnunar hafi sýnt fram á algengi þeirra á kjöti.“

Mikilvægar upplýsingar sem stuðla að úrbótum

Guðrún segir það mikilvægt að Matvælastofnun framkvæmi skimanir af þessu tagi og fagnar því að nú hafi í fyrsta skipti verið skimað eftir STEC. „Það er afar mikilvægt að fá upplýsingar sem þessar því þær hjálpa okkur, og ekki síst kjötvinnslum, að bæta úr þar sem það þarf,“ segir hún. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...