Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hugsanlegt er að takmarkanir verði gerðar á veiðum á grágæs frá og með áramótum, þar sem Ísland er aðili að alþjóðlegum samningi um verndun sjó- og vatnafugla.
Hugsanlegt er að takmarkanir verði gerðar á veiðum á grágæs frá og með áramótum, þar sem Ísland er aðili að alþjóðlegum samningi um verndun sjó- og vatnafugla.
Mynd / Óskar Andri
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en fyrir áratug er sjálfkrafa virkjuð alfriðun á stofninum vegna aðildar Íslands að alþjóðasamningi um verndun farfugla, nema ráðuneytið bregðist við.

Talningar benda til að grágæs hafi fækkað um 18% á Íslandi á tímabilinu 2020-­2021.

Á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst var ekki hægt að sinna stofntalningu fuglanna á Bretlandseyjum með fullnægjandi hætti, samkvæmt Áka Ármanni Jónssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands.

AEWA samningurinn um verndun afrísk­evrasískra sjó­ og vatnafugla nær til fjölda fuglategunda sem verpa og hafa áningastaði á Íslandi. Samtals eru 82 ríki, þar með talið Ísland, búin að lögfesta samkomulagið.

Áki Ármann segir að tölum um samdrátt stofnsins beri að taka með fyrirvara og séu þrjú lykilatriði sem spili þar inn í. Í fyrsta lagi var stofninn í hæstu hæðum fyrir áratug síðan – ef stofntölur væru skoðaðar lengra aftur í tímann myndi sjást að fjöldi fugla er nokkuð stöðugur. Í öðru lagi var talning í lamasessi á Bretlandseyjum á árunum 2020­-2021 vegna útgöngubanns á tímum heimsfaraldursins og tölur fyrir árið í ár hafa enn ekki borist.

Í þriðja lagi hafa gæsirnar dvalið lengur hér á landi vegna góðra hausta, sem hefur gert talningaraðilum erlendis erfiðara fyrir að skilgreina hvaða fuglar eru hluti af breska stofninum og hverjir áttu viðkomu á Íslandi. Eftir að lægri stofntölur bárust að utan var talið að ofveiði ætti sér stað á Íslandi. Skotveiðifélagið fór sérstaklega yfir veiðitölurnar innanlands og var ekkert athugavert í þeim að finna.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ ráðuneytið fer með framkvæmd AEWA samningsins á Íslandi. Samkvæmt svörum þaðan er líklegt að farið verði í aðgerðir sem miða að sjálfbærum veiðum, eins og styttingu veiðitímabils og takmarkanir á sölu. Hér á landi mun ráðuneytið ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun annast verkefnið og verður haft samráð við Bændasamtök Íslands, Skotvís, Fuglavernd og Samband íslenskra sveitarfélaga í samræmi við lögin um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og mögulega fleiri aðila. Útfærsla og tímasetning er óljós á þessari stundu. Ekki er reiknað með að grágæsin verði alfriðuð.

Skylt efni: grágæs | alfriðun

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...