Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Á kúabúinu Garði í Eyjafirði hefur verið sett upp stærsta sólarorkuver
landsins.
Á kúabúinu Garði í Eyjafirði hefur verið sett upp stærsta sólarorkuver landsins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 15. maí 2025

Stærsta sólarorkuver landsins á kúabúinu Garði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stærsta sólarorkuver landsins er á þaki kúabúsins Garði í Eyjafjarðarsveit og er byrjað að framleiða sólarorku fyrir búið.

Kerfið samanstendur af 66 sólarsellum með tæpu 28 kílóvatta uppsettu afli og 10 kílóvattstunda rafhlöðu. Áætlað er að kerfið framleiði um 17 til 20 þúsund kílóvattstundir á ári sem er í kringum 10 prósent af rafmagnsþörf búsins. Á bænum eru þrír mjaltaþjónar.

Verkefnið er hluti af tilraunaverkefni á vegum Alor í samstarfi við Bændasamtök Íslands – sem felst í uppsetningu á jafnstórum kerfum af sólarsellum og rafhlöðum á fjórum bæjum; kúabúi, svínabúi, garðyrkjubýli og aflögðu loðdýrabúi sem leitar nýrra tækifæra. Tilraunaverkefnið hefur hlotið styrki úr Orkusjóði og Lóunýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina og verður uppsetningum allra verkefna lokið á næstu misserum en flest búin hafa tekið ákvörðun um að stækka kerfin, líkt og gert var í Garði.

Að sögn Lindu Fanneyjar Valgeirsdóttur, framkvæmdastýru Alor, fer framleiðslan í Garði vel af stað og fyrstu tvo dagana framleiddi kerfið samtals um 250 kílóvattstundir. Fyrri daginn var nokkuð þungbúið með rigningu og haglél á köflum og var þá framleiðslan rétt tæplega 100 kílóvattstundir. Síðari daginn var sólríkt fram eftir degi og þá var framleiðslan tæplega 150 kílóvattstundir.

Birtuorkuframleiðsla réttnefni

Linda segir að kerfin þeirra séu í raun birtuorkukerfi – því einungis þurfi tiltekin birtuskilyrði til að framleiða rafmagn, en ekki sól eins og margir haldi.

Hún segir að sellurnar séu yfirleitt festar á húsþök eða jarðfastar og eru slíkar framkvæmdir algjörlega afturkræfar. Með því að nýta þennan orkukost, sem lítil áhersla hefur verið á hér á landi hingað til, sé unnt að lækka rafmagnskostnað, auka afhendingaröryggi í rafmagnstruflunum, draga úr olíunotkun vegna minni notkunar olíuknúinna rafstöðva og draga úr álagi á raforkukerfið. Opið sé fyrir umsóknir í nýstofnaðan Loftslagsog orkusjóð til 1. júní nk. þar sem hægt sé að sækja um styrki vegna sólarorkuverkefna. Augljóst sé að áhugi á slíkum verkefnum er mikill, ekki síst á landsbyggðinni og á köldum svæðum.

Á heimsvísu er sólarorkan hvað framsæknust vistvænna raforkukerfa og nánari umfjöllun um hana má finna í blaðinu á síðu 12.

Skylt efni: Sólarorka | sólarorkuver

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...