Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stærsta fljótandi sólarorkuver heims
Mynd / VCGa
Fréttir 15. september 2017

Stærsta fljótandi sólarorkuver heims

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Það gefur vísbendingar um að heimurinn fari batnandi þegar fréttir berast frá Kína um að sólarorkuver hafi risið á grunni gamallar kolanámu, eða öllu heldur að það fljóti ofan á námunni.
 
Risastór 40 megawatta fljótandi sólarver var ræst um miðjan ágúst við borgina Huainan í austurhluta Kína. Verið flýtur á yfirborði stöðuvatns sem myndaðist þegar stórri kolanámu, sem hætt var að þjóna tilgangi sínum, var drekkt. Í stað þess að láta námuna standa þar auða ákváðu borgaryfirvöld að nýta landsvæðið til að afla frekari orku.
 
Kostir fljótandi sólarorkuvera munu vera margþættir. Þau leggja ekki undir sig landsvæði, sem fer þverrandi úti í heimi. Þá verða sólarsellurnar endingarbetri vegna þess að vatnið kælir þær niður um leið og sellurnar takmarka uppgufun vatnsins og stuðlar þannig að betri vatnsforða.
 
Nýja verið getur uppfyllt orkuþörf um 15.000 heimila á ári, sem er sex sinnum meiri framleiðsla en næststærsta fljótandi sólarver jarðarinnar, samkvæmt frétt dagblaðsins China Daily.
 
Stærsti mengunarvaldur heims
 
Um 40% alls útblásturs gróðurhúsa­lofttegunda kemur frá tveimur löndum, Bandaríkjunum og Kína. Það er í samræmi við kolavinnslu í heiminum, en Kína er þar stærsti framleiðandinn og notandinn. Það er einnig það land sem treystir helst á kol sem orkugjafa en nú munu vera blikur á lofti. Þannig hefur dregið verulega úr kolanotkun í landinu síðan 2013. Þá hafa yfirvöld gefið það út að þau munu fjárfesta sem nemur 361 billjón dollara í endurnýjanlegri orku fyrir árið 2020.
 
Kína mun hafa getu til að framleiða meiri sólarorku en nokkurt annað land heimsins og árið 2015 skaust það upp fyrir Þýskaland, sem stærsti framleiðandi sólarraforku í heiminum og framleiðir nú tæp 80.000 gígawött.
 
Tvöfaldaði skuldbindingar sínar
 
Sólarorkuverið nýja er aðeins hluti af víðtækum aðgerðum Kína til að uppfylla markmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu, rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 
 
Eftir að Bandaríkin drógu til baka þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu í júní sl., tvöfaldaði Kína skuldbindingar sínar og gaf út yfirlýsingar með öðrum þátttökuþjóðum samkomulagsins þess efnis til að hvetja til enn áhrifameiri loftslagsaðgerða. 
   
 
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...