Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 20. júlí 2016

Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórólfur Guðnason sóttvarna­læknir hefur sent Alþingi athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um staðfest­ingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ekkert er fjallað um heilbrigðismál í tollalögunum.

Í athugasemdum sínum segir Þórólfur að rétt sé að vekja athygli á að samkvæmt sóttvarnalögum beri sóttvarnalæknir ábyrgð á opinberum sóttvörnum hér á landi undir yfirstjórn ráðherra og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.

Á Íslandi hefur tíðni matarborinna sýkinga hjá mönnum og sýklalyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flestum nágrannalöndum. Með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum, einkum alifuglakjöti, er hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería.

Ekkert fjallað um heilbrigðismál

Í þingsályktunartillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar er einungis fjallað um tolla og tollkvóta á landbúnaðarvörur til og frá Íslandi en ekkert beinlínis um heilbrigðismál sem snerta innflutning á ferskum landbúnaðarvörum.

Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hingað til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigðisvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur mikil heilbrigðisógn

Samkvæmt áliti Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar og Sóttvarna­stofnunar Evrópu­sambandsins þá er útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum í heiminum í dag.

Margir þættir stuðla að útbreiðslu sýkla, sýklalyfjanæmra og -ónæmra, en einn þeirra er dreifing með ferskum matvælum, einkum fersku alifuglakjöti eins og bent er á í nýlegri ­skýrslu á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Sóttvarnalæknir telur því mikilvægt að samningur Íslands við Evrópusambandið um viðskipti með ferskar matvörur taki mið af ofangreindum áhættum og að í honum verði sett ákvæði sem gefi Íslandi möguleika á að takmarka innflutning á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...