Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 20. júlí 2016

Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórólfur Guðnason sóttvarna­læknir hefur sent Alþingi athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um staðfest­ingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ekkert er fjallað um heilbrigðismál í tollalögunum.

Í athugasemdum sínum segir Þórólfur að rétt sé að vekja athygli á að samkvæmt sóttvarnalögum beri sóttvarnalæknir ábyrgð á opinberum sóttvörnum hér á landi undir yfirstjórn ráðherra og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.

Á Íslandi hefur tíðni matarborinna sýkinga hjá mönnum og sýklalyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flestum nágrannalöndum. Með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum, einkum alifuglakjöti, er hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería.

Ekkert fjallað um heilbrigðismál

Í þingsályktunartillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar er einungis fjallað um tolla og tollkvóta á landbúnaðarvörur til og frá Íslandi en ekkert beinlínis um heilbrigðismál sem snerta innflutning á ferskum landbúnaðarvörum.

Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hingað til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigðisvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur mikil heilbrigðisógn

Samkvæmt áliti Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar og Sóttvarna­stofnunar Evrópu­sambandsins þá er útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum í heiminum í dag.

Margir þættir stuðla að útbreiðslu sýkla, sýklalyfjanæmra og -ónæmra, en einn þeirra er dreifing með ferskum matvælum, einkum fersku alifuglakjöti eins og bent er á í nýlegri ­skýrslu á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Sóttvarnalæknir telur því mikilvægt að samningur Íslands við Evrópusambandið um viðskipti með ferskar matvörur taki mið af ofangreindum áhættum og að í honum verði sett ákvæði sem gefi Íslandi möguleika á að takmarka innflutning á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...