Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Fréttir 17. janúar 2024

Solis vinsælustu dráttarvélarnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 852 nýjar dráttarvélar voru nýskráðar á landinu á árinu 2023.

Af þeim ganga 152 tæki fyrir dísil og má reikna með að á bak við þær tölur séu hefðbundnar dráttarvélar, á meðan restin séu dráttarvélaskráð fjórhjól.

Þegar flokkurinn er skoðaður þá trónir tegundin Can-Am hæst með 219 tæki, en það er kanadískur framleiðandi fjórhjóla. Séu hin hefðbundnu vörumerki landbúnaðartækja skoðuð er Solis, hinn indverski framleiðandi á smáum dráttarvélum, á toppnum með 34 traktora. Þar fyrir neðan eru gamalgróin merki eins og Massey Ferguson, Kubota og Valtra. Samanborið við árið 2022 er þetta fækkun um tólf ný dráttarvélaskráð tæki sem ganga fyrir dísil. Þá voru fluttar inn 42 Solis-dráttarvélar, samanborið við 34 árið 2023.

Í fyrra voru 79 notaðar dráttarvélar nýskráðar á landinu og var Massey Ferguson vinsælasta tegundin með 23 eintök.

Sé fjöldi nýskráninga eftir undirtegund skoðaður sést að fjórar notaðar dráttarvélar af gerðinni Farmall voru fluttar til landsins.

Skylt efni: dráttarvélar

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...