Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Massey Ferguson-traktorar eru í öðru sæti á topplista nýskráðra nýrra dráttarvéla árið 2023 með 21 eintak.
Fréttir 17. janúar 2024

Solis vinsælustu dráttarvélarnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 852 nýjar dráttarvélar voru nýskráðar á landinu á árinu 2023.

Af þeim ganga 152 tæki fyrir dísil og má reikna með að á bak við þær tölur séu hefðbundnar dráttarvélar, á meðan restin séu dráttarvélaskráð fjórhjól.

Þegar flokkurinn er skoðaður þá trónir tegundin Can-Am hæst með 219 tæki, en það er kanadískur framleiðandi fjórhjóla. Séu hin hefðbundnu vörumerki landbúnaðartækja skoðuð er Solis, hinn indverski framleiðandi á smáum dráttarvélum, á toppnum með 34 traktora. Þar fyrir neðan eru gamalgróin merki eins og Massey Ferguson, Kubota og Valtra. Samanborið við árið 2022 er þetta fækkun um tólf ný dráttarvélaskráð tæki sem ganga fyrir dísil. Þá voru fluttar inn 42 Solis-dráttarvélar, samanborið við 34 árið 2023.

Í fyrra voru 79 notaðar dráttarvélar nýskráðar á landinu og var Massey Ferguson vinsælasta tegundin með 23 eintök.

Sé fjöldi nýskráninga eftir undirtegund skoðaður sést að fjórar notaðar dráttarvélar af gerðinni Farmall voru fluttar til landsins.

Skylt efni: dráttarvélar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...