Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður
Mynd / REUTERS/Ajay Verma
Fréttir 10. júlí 2017

Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stærsta kolavinnslufyrirtæki heims hefur tilkynnt að það muni loka 37 námum vegna þess að þau eru ekki lengur hagkvæm. Coal India tilkynnti að námunum yrði lokað fyrir mars 2018.
 
Á meðan stækkar sólar­raforkugeiri landsins, sem hefur fengið byr undir báða vængi í formi alþjóðlegra fjárfestinga. Lækkandi verð á sólarraforku hefur því neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Sólarraforkugeirinn í Indlandi nýtur mikilla alþjóðlegra fjárfestinga og lækkandi verð á sólarorku hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Ríkisstjórn Indlands hefur gefið það út að þeir muni ekki opna fleiri kolanámur eftir árið 2022 og stefnir auk þess á að 57% af heildarraforku landsins árið 2027 muni vera framleidd með endurnýjanlegri orku árið 2027. Þetta markmið er langt umfram skuldbindingar Indlands í Parísarsamkomulaginu.
 
Fallið var frá áætlunum um 14 GW kolanámu og orkuveri í maí. Mun það benda til straumhvarfa í orkumarkaði Indlands, samkvæmt frétt breska blaðsins Independent.
 
Þar er vitnað í sérfræðing sem segir að metnaðarfullar ráðstafanir indverskra stjórnvalda ásamt innspýtingu frá alþjóðlegum fjárfestum sé að verða til þess að verð á sólarraforku sé í frjálsu falli. Slík þróun muni hafa áhrif á alþjóðlegan orkumarkað.
 
Ef fram fer sem horfir og kostnaður við sólarorkuvinnslu heldur áfram að lækka er búist við að Indland geti verið kolanámulaust árið 2050. 
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...