Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður
Mynd / REUTERS/Ajay Verma
Fréttir 10. júlí 2017

Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stærsta kolavinnslufyrirtæki heims hefur tilkynnt að það muni loka 37 námum vegna þess að þau eru ekki lengur hagkvæm. Coal India tilkynnti að námunum yrði lokað fyrir mars 2018.
 
Á meðan stækkar sólar­raforkugeiri landsins, sem hefur fengið byr undir báða vængi í formi alþjóðlegra fjárfestinga. Lækkandi verð á sólarraforku hefur því neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Sólarraforkugeirinn í Indlandi nýtur mikilla alþjóðlegra fjárfestinga og lækkandi verð á sólarorku hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Ríkisstjórn Indlands hefur gefið það út að þeir muni ekki opna fleiri kolanámur eftir árið 2022 og stefnir auk þess á að 57% af heildarraforku landsins árið 2027 muni vera framleidd með endurnýjanlegri orku árið 2027. Þetta markmið er langt umfram skuldbindingar Indlands í Parísarsamkomulaginu.
 
Fallið var frá áætlunum um 14 GW kolanámu og orkuveri í maí. Mun það benda til straumhvarfa í orkumarkaði Indlands, samkvæmt frétt breska blaðsins Independent.
 
Þar er vitnað í sérfræðing sem segir að metnaðarfullar ráðstafanir indverskra stjórnvalda ásamt innspýtingu frá alþjóðlegum fjárfestum sé að verða til þess að verð á sólarraforku sé í frjálsu falli. Slík þróun muni hafa áhrif á alþjóðlegan orkumarkað.
 
Ef fram fer sem horfir og kostnaður við sólarorkuvinnslu heldur áfram að lækka er búist við að Indland geti verið kolanámulaust árið 2050. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...