Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Búðardalur í Dalabyggð, þar sem um 38,5 prósent íbúa sveitarfélagsins búa.
Búðardalur í Dalabyggð, þar sem um 38,5 prósent íbúa sveitarfélagsins búa.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna stuðningi Byggðastofnunar, en viðvarandi skortur hefur verið þar í slíkum fjárfestingum sem hefur hamlað framþróun í byggðarlaginu.

Uppbyggingaráformin eru hluti af samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Fjárfestingafélagsins Hvamms. „Byggðastofnun og Dalabyggð hafa nú undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til þetta fjármagn í verkefnið og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð.

Fyrirmynd að öðrum sambærilegum verkefnum

Hann segir að um tilraunaverkefni sé að ræða. „Við erum að leita að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því að fjárfesta í verkefninu eða kaupendum á eignarhlut í húsnæðinu.

Það er verulega ánægjulegt að fá þessa sterku aðkomu Byggða- stofnunar að þessu verkefni okkar í Dalabyggð og ég er handviss um að þetta verkefni, ef vel tekst til, verði fyrirmynd að sambærilegum verkefnum hringinn í kringum landið þar sem aðstæður eru viðlíka og hjá okkur í Dölum þar sem skortur hefur verið undanfarin ár í innviðauppbyggingu,“ segir BjörnBjarki.

Fulltrúar Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Fjárfestingafélagsins Hvamms skoða svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa húsnæði viðbragðsaðila og atvinnuhúsnæði.

Þátttaka í Brothættum byggðum

Á undanförnum misserum hefur sveitarfélagið háð harða varnar- baráttu til að sporna við mikilli fækkun íbúa sem varð á árabilinu 1998 allt fram til 2021 en á því tímabilinu fækkaði íbúum úr 833 niður í 607. Íbúafjöldi nú í Dalabyggð er um 660.

Búðardalur er eini þéttbýlis- kjarninn í sveitarfélaginu, en þar búa 38,5 prósent íbúanna. Í dreifbýlinu er stundaður öflugur landbúnaður og er sauðfjárrækt þar helsta greinin. Meira en 80 sauðfjárbú eru í sveitarfélaginu og þar eru nokkur af stærstu búum landsins.

Þátttaka í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, sem hófst á fyrri hluta árs 2022, hefur hleypt meira lífi í dreifbýlið, en það gengur undir heitinu DalaAuður.

Uppbygging í gangi

Að sögn Björns Bjarka er mikill sóknarhugur og metnaður í samfélaginu í Dölum. „Nú er til skoðunar, auk uppbyggingar atvinnuhúsnæðis, að koma af stað uppbyggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila, slökkvilið, sjúkrabíla og lögreglu – sem eru í raun húsnæðislausir í dag – ásamt björgunarsveit, slysavarnadeild og Rauða krossinn. Þarna gætu verið áhugaverðir samnýtingarkostir og samlegðaráhrif.

Þessi verkefni eru verulega jákvæð viðbót við verkefni sem eru í gangi, en verið er að byggja ný íþróttamannvirki og nú er að fara af stað bygging íbúða sem búið er að úthluta lóðum fyrir.

Í mínum huga er það í raun mikill heiður að fá tækifæri til að koma að þessum uppbyggingarverkefnum öllum sem um ræðir sem hafa farið af stað á undanförnum misserum og eru í farvatninu.“

Skylt efni: Búðardalur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...