Verðlaunahafar umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024 hjá Borgarbyggð. Sitjandi eru bændurnir á Sámsstöðum (t.v.) og hjónin á Arnbjargarlæk og standandi eru frá vinstri: Jóhann Ingi Magnússon, deildarstjóri sölu og þjónustu hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson tæknistjóri. Á myndina vantar hjónin á Túngötu 16 á Hvanneyri og Guðríði Ebbu Pálsdóttur, sem fékk samfélagsverðlaunin.
Verðlaunahafar umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024 hjá Borgarbyggð. Sitjandi eru bændurnir á Sámsstöðum (t.v.) og hjónin á Arnbjargarlæk og standandi eru frá vinstri: Jóhann Ingi Magnússon, deildarstjóri sölu og þjónustu hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson tæknistjóri. Á myndina vantar hjónin á Túngötu 16 á Hvanneyri og Guðríði Ebbu Pálsdóttur, sem fékk samfélagsverðlaunin.
Mynd / aðsend
Fréttir 28. nóvember 2024

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bændurnir á Sámsstöðum í Hvítár síðu í Borgarbyggð fengu nýlega umhverfisviðurkenningu frá sveitarfélaginu fyrir að búa á snyrtilegasta bændabýli sveitarinnar.

Bærinn hlaut líka þessa viðurkenningu 2018. Á bænum eru 420 vetrarfóðraðar kindur og 18 hross. Jörðin er 2.170 ha að stærð og að miklu leyti fjalllendi.

Ábúendur á Sámsstöðum eru hjónin Ólafur Guðmundsson, fæddur og uppalinn á Sámsstöðum, en hann er fimmti ættliður í beinan karllegg sem býr á bænum og nær það aftur til ársins 1828, og svo er það Þuríður Guðmundsdóttir, fædd í Hlöðutúni í Stafholtstungum, sem kom að Sámsstöðum 1987.

Stolt af viðurkenningunni

Þau Ólafur og Þuríður eiga sex börn og barnabörnin eru fimm.

„Við erum mjög stolt af viðurkenningunni og þegar samfélagið réttir manni svona verðlaun, en við vitum að til að halda ásýndinni heim að bænum góðri þá þarf að vinna að því jafnt og þétt. Það skal tekið fram að börnin taka mikinn þátt í öllu hér á bæ,“ segir Þuríður og bætir við:

„Ásýnd sveitanna skiptir miklu máli og lengi má bæta umgengni og viðhald húsa og girðinga. Það mættu sumir bæta sig þar og ekki bara bændur heldur einnig þeir sem kaupa jarðir og eru ekki með búskap. Það skiptir miklu að hafa snyrtilegt í kringum sig og mála og lagfæra eftir þörfum og getu.

Þarna gætu sveitarfélögin komið sterk inn með að hafa gott aðgengi að ruslagámum í nærumhverfinu.“

Fern önnur verðlaun

Önnur verðlaun, sem voru veitt við þetta sama tilefni fóru til Orku náttúrunnar við Brúartorg í Borgarnesi, sem var valin snyrtilegasta lóð atvinnufyrirtækis. Fallegasta lóðin við íbúðarhús er Túngata 16 á Hvanneyri hjá þeim Guðmundi Hallgrímssyni og Oddnýju Kristínu Jónsdóttur og sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fengu hjónin Davíð Aðalsteinsson og Guðrún Jónsdóttur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð en þar hefur búskap verið hætt en búseta er áfram á jörðinni.

Að lokum hlaut Guðríður Ebba Pálsdóttir í Borgarnesi sérstaka samfélagsviðurkenningu umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála en hún hefur um langt árabil lagt hug og hönd í fegrun umhverfisins, einkum á golfvellinum á Hamri, í sjálfboðavinnu.

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...