Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Evar Margrét Jónudóttir við mælingar á sláturstað í Birkihlíð.
Evar Margrét Jónudóttir við mælingar á sláturstað í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 26. september 2019

Skýrsla um örslátrunarverkefni Matís tilbúin til útgáfu

Höfundur: smh

Skýrsla sem unnin var um ör­slátrunar­verkefni Matís í Skaga­firði var nánast tilbúin til útgáfu síðastliðið sumar.

Sveinn Margeirsson lagði grunn­inn að skýrslugerðinni áður en honum var sagt upp störfum sem forstjóra Matís í byrjun desember á síðasta ári og var vinnu við hana að mestu lokið síðastliðið sumar. Starfandi forstjóri kannast hins vegar ekki við að skýrslan sé tilbúin.

Skýrslan fjallar um tilrauna­verkefni Matís sem útfært var í Skagafirði í lok september á síðasta ári; á bænum Birkihlíð – þar sem lömbum var slátrað samkvæmt tilteknum verklagsstöðlum Matís – og á bændamarkaði á Hofsósi þar sem afurðirnar voru seldar. Tilgangurinn var að leggja fram tillögur sem gerðu ráð fyrir að bændur gætu komið sér upp aðstöðu til að slátra sjálfir og stunda bein viðskipti með sínar afurðir.
Oddur Már Gunnarsson, starfandi forstjóri Matís, segir í svari við fyrirspurn að skýrslan sé ekki tilbúin til útgáfu, verkefnið sé ófjármagnað og því liggi vinna við það niðri.

Mikilvægi nýsköpunar sauðfjárbænda

Í inngangi skýrslunnar er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í land­búnaði og í sjálfri skýrslunni farið yfir kjötmat, slátrun og örslátrunar­verkefnið. Þar kemur fram að með tilraunaverkefninu hafi verið unnið að því að sýna fram á mikil­vægi nýsköpunar í ljósi aðstæðna sauðfjárbænda, með því að stuðla að eflingu samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu með könnun á nýjum úrræðum fyrir frumfram­leiðendur.

Áður en kom að örslátruninni í Skagafirði hafði Matís haldið opinn fræðslufund um áhættumat og heimaslátrun, auk þess sem tillögur Matís um örslátrunarfyrirkomulag höfðu verið sendar ráðherra í byrjun september 2018. Í verkefni Matís var unnin svokölluð blockchain-lausn í samvinnu við Advania, sem gerði ráð fyrir fullkomnu rekjanleikakerfi afurðanna beint til bóndans.

Þá eru í skýrslunni tilgreindar niðurstöður úr örverumælingum sem gerðar voru á sláturstaðnum og niðurstöður meyrnimælinga. Skýrslan leiðir í ljós að örverumagn afurðanna var langt undir viðmiðunarmörkum auk þess sem meyrni kjötsins var metin góð, en skrokkarnir höfðu fengið að hanga í tæpa viku. Þá var mikil eftirspurn eftir afurðunum á bændamarkaðinum og verðið sem fékkst fyrir þær þar gefur tilefni til að ætla að bændur geti aukið verðmæti sinna afurða talsvert með heima­slátrun og -vinnslu og sölu beint frá býli eða á bændamarkaði.    

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...