Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sala mjólkurafurða hefur dregist saman í Covid-faraldrinum. Skyrsalan er farin að aukast á ný eftir töluverðan samdrátt í Covid-19. Þá hefur útflutningur á undanrennudufti aukist verulega á síðustu 12 mánuðum, eða um 60,9%, og um 46,7% á smjöri.
Sala mjólkurafurða hefur dregist saman í Covid-faraldrinum. Skyrsalan er farin að aukast á ný eftir töluverðan samdrátt í Covid-19. Þá hefur útflutningur á undanrennudufti aukist verulega á síðustu 12 mánuðum, eða um 60,9%, og um 46,7% á smjöri.
Fréttir 24. júní 2021

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins

Höfundur: HKr.

Sala á mjólk og sýrðum mjólkur­­vörum dróst saman um 3,5% í maí og hafði þá dregist saman um 2,3% á 12 mánaða tímabili. Sala á skyri hefur samt verið að aukast á ný eftir samdrátt samhliða afléttingum á samkomu­takmörkunum vegna Covid-19.

Innvegin mjólk í maí var 13.570 tonn og 149.420 tonn yfir 12 mánaða tímabil, það er 2,6% samdráttur milli ára samkvæmt tölum Samtaka afurða­stöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Í heild námu seldar afurðir á 9.775 tonnum á próteingrunni og 11.044 tonnum á fitugrunni í maí.

Sala á mjólk og sýrðum mjólk­ur­vörum nam 2.969 tonnum í maí sem þýðir samdrátt í sölu á þessum vöruflokkum upp á 1 prósent í mánuðinum. Hins vegar seldust 37.668 tonn á síðustu 12 mánuðum, sem er 2,3% samdráttur milli ára. Af mjólkur- og undanrennudufti seldust 97 tonn í maí og 1.132 tonn á 12 mánaða tímabili, sem er um 3,4% samdráttur á milli ára.

Skyrsala í takti við þróun heimsfaraldurs

Athygli vekur að hlutfallslega hefur verið langmestur samdráttur í sölu á skyri á síðustu 12 mánuðum, eða -11,3%. Virðist sem Covid-19 faraldurinn hafi verið að hafa bein áhrif á skyrsöluna, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Var samdráttur í sölunni alveg fram í mars, en þá dróst salan saman um 3,1% og þá nam 12 mánaða samdrátturinn 12,5%.

Í apríl snerist þróunin við, en þá jókst salan um 2,7% á sama tíma og áhrifa tók að gæta af afléttingu takmarkana vegna Covid-19. Í maí jókst salan enn meira, eða um 4,2%, og má því væntanlega leiða líkum að því að skyrsalan taki talsverðan kipp í júní. Bjarni Ragnar Brynjólfsson hjá SAM tekur undir það og segir greinilegt að fjölgun ferðamanna til landsins sé farin að hafa áhrif.

Í heildarsölu á mjólk og sýrðum mjólkurafurðum vegur skyr samt ekki ýkja þungt, eða um 7,1%. Þannig seldust samtals 37.669 tonn af mjólk og sýrðum vörum á síðasta tólf mánaða tímabili, en 2.688 tonn af skyri.

Um 2,7% samdráttur í ostasölunni

Ostar vega næstmest í sölu mjólkurafurða á eftir mjólk, en af þeim voru seld 5.960 tonn á tólf mánaða tímabili. Salan í maí nam 475 tonnum. Dróst salan á ostum örlítið saman í maí, eða um 0,1% á móti 2,7% samdrætti yfir síðustu 12 mánuði. Það bætti þó talsvert meðaltalsstöðuna í ostasölunni að hún jókst um 9,8% í mars. Nokkrar birgðir eru ávallt í ostum vegna eðlis framleiðslunnar og námu þær í lok maí 2.367 tonnum og höfðu þá lækkað á milli mánaða um 37 tonn.

Rjómasalan í maí nam 234 tonnum og dróst þá lítillega saman, eða um 0,3%. Heildarsamdrátturinn í sölu á rjóma síðustu 12 mánuði nemur 1,7%.

Sala á viðbiti, þ.e. smjöri, smjörva og slíku, nam 178 tonnum í maí, eða jafn mikið og í apríl. Yfir 12 mánaða tímabil seldust 2.321 tonn af viðbiti, sem þýddi 2,8% samdrátt.

Útflutningur á dufti jókst verulega

Útflutningur á próteingrunni nam 4.332 tonnum í maí, sem er 1.735,9% meira en í maí 2020. Þá nam próteinútflutningurinn 30.462 tonnum á 12 mánaða tímabili og hefur aukist um 60,9% á heilu ári. Þarna er aðallega um undanrennuduft að ræða að sögn Bjarna Ragnars Brynjólfssonar. Birgðir dufts lækkuðu líka töluvert.

Útflutningur á fitugrunni var óverulegur í maí, eða 72 tonn, sem er samt 343,1% meira en í maí 2020. Þá nam útflutningurinn 7.723 tonnum yfir 12 mánaða tímabil og hafði þá aukist um 46,7% á tímabilinu. Aðallega er þetta útflutningur á smjöri. Birgðir voru 417 tonn í lok maí og höfðu minnkað um 292 tonn á milli ára þrátt fyrir samdrátt í sölu.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...