Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skylda að hafa alifugla innandyra
Fréttir 15. nóvember 2022

Skylda að hafa alifugla innandyra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 7. nóvember næstkomandi er öllum alifuglabúum á Englandi skylt að hafa alla fugla innan dyra þar til annað verður tilkynnt. Ástæða þess er að útbreiðsla fuglaflensu hefur aldrei verið meiri á Bretlandseyjum.

Í nýliðnum október greindust yfir 200 tilfelli af fuglaflensu, á alifuglabúum og í villtum fuglum, á Bretlandseyjum, sem er mestur fjöldi tilfella sem greinst hefur í einum mánuði til þessa. Vegna hraðrar útbreiðslu flensunnar hafa yfirvöld ákveðið að fyrirskipa öllum fuglahöldurum, bæði alifugla og fugla sem gæludýr, að halda þeim innandyra.

Tryggja þarf velferð dýranna innandyra

Yfirdýralæknir á Bretlandseyjum hvetur forstöðumenn alifuglabúa til að gera ráðstafanir til að tryggja velferð dýranna innandyra og að hafa samband við dýralækna komi upp einhver vandamál í tengslum við nýju reglurnar.

Þrátt fyrir að fuglaflensa sé mjög smitandi meðal fugla hafa yfirvöld gefið út að hún sé ekki hættuleg mönnum. Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september. Þar með hefur hún tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Auk þess sem flensan hefur greinst í starfsmönnum fuglabúa í Asíu. Í öllum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum.

Í yfirlýsingu yfirdýralæknis á Bretlandseyjum segir að útbreiðsla flensunnar í landinu hafi aldrei verið meiri en núna og að vænlegasta leiðin til að ráða niðurlögum hennar sé með því að aðgreina alifugla sem mest frá villtum fuglum og að halda alifugla í sem mest aðgreindum hópum til að koma í veg fyrir smit breiðst út komi það upp.

Líklegt að verð á alifuglakjöti hækki

Talsmenn alifuglaframleiðenda á Bretlandseyjum hafa í kjölfar nýju reglnanna varað við að þær geti leitt til skorts á kalkúnakjöti og hækki verð um næstu jól enda hefur nú þegar þurft að farga yfir þremur milljónum kalkúna vegna flensunnar undanfarnar vikur.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...