Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Skylda að hafa alifugla innandyra
Fréttir 15. nóvember 2022

Skylda að hafa alifugla innandyra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 7. nóvember næstkomandi er öllum alifuglabúum á Englandi skylt að hafa alla fugla innan dyra þar til annað verður tilkynnt. Ástæða þess er að útbreiðsla fuglaflensu hefur aldrei verið meiri á Bretlandseyjum.

Í nýliðnum október greindust yfir 200 tilfelli af fuglaflensu, á alifuglabúum og í villtum fuglum, á Bretlandseyjum, sem er mestur fjöldi tilfella sem greinst hefur í einum mánuði til þessa. Vegna hraðrar útbreiðslu flensunnar hafa yfirvöld ákveðið að fyrirskipa öllum fuglahöldurum, bæði alifugla og fugla sem gæludýr, að halda þeim innandyra.

Tryggja þarf velferð dýranna innandyra

Yfirdýralæknir á Bretlandseyjum hvetur forstöðumenn alifuglabúa til að gera ráðstafanir til að tryggja velferð dýranna innandyra og að hafa samband við dýralækna komi upp einhver vandamál í tengslum við nýju reglurnar.

Þrátt fyrir að fuglaflensa sé mjög smitandi meðal fugla hafa yfirvöld gefið út að hún sé ekki hættuleg mönnum. Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september. Þar með hefur hún tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Auk þess sem flensan hefur greinst í starfsmönnum fuglabúa í Asíu. Í öllum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum.

Í yfirlýsingu yfirdýralæknis á Bretlandseyjum segir að útbreiðsla flensunnar í landinu hafi aldrei verið meiri en núna og að vænlegasta leiðin til að ráða niðurlögum hennar sé með því að aðgreina alifugla sem mest frá villtum fuglum og að halda alifugla í sem mest aðgreindum hópum til að koma í veg fyrir smit breiðst út komi það upp.

Líklegt að verð á alifuglakjöti hækki

Talsmenn alifuglaframleiðenda á Bretlandseyjum hafa í kjölfar nýju reglnanna varað við að þær geti leitt til skorts á kalkúnakjöti og hækki verð um næstu jól enda hefur nú þegar þurft að farga yfir þremur milljónum kalkúna vegna flensunnar undanfarnar vikur.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...