Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skráningarkerfi RML vegna kynbótasýninga hrundi
Mynd / RML
Fréttir 10. maí 2022

Skráningarkerfi RML vegna kynbótasýninga hrundi

Höfundur: Ritstjórn

Skráningarkerfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) vegna kynbótasýninga hrossa hrundi í síðustu viku, en það hefur verið lagfært og stefnir í að það verði opnað aftur á morgun miðvikudag kl. 10.

Í tilkynningu frá RML kemur fram að unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. „Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar.

Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.

Á fagráðsfundi síðastliðið fimmtudagskvöld var ákveðið að birta fyrirfram hvaða dómarar sjá um að dæma á hverri sýningu.

Ef spurningar vakna er hægt að hringja í aðalnúmer RML eða senda tölvupóst á rml@rml.is,“ segir í tilkynningu RML.

Sjá nánar: 
Upplýsingar um kynbótasýningar

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...