Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skráningarkerfi RML vegna kynbótasýninga hrundi
Mynd / RML
Fréttir 10. maí 2022

Skráningarkerfi RML vegna kynbótasýninga hrundi

Höfundur: Ritstjórn

Skráningarkerfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) vegna kynbótasýninga hrossa hrundi í síðustu viku, en það hefur verið lagfært og stefnir í að það verði opnað aftur á morgun miðvikudag kl. 10.

Í tilkynningu frá RML kemur fram að unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. „Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar.

Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.

Á fagráðsfundi síðastliðið fimmtudagskvöld var ákveðið að birta fyrirfram hvaða dómarar sjá um að dæma á hverri sýningu.

Ef spurningar vakna er hægt að hringja í aðalnúmer RML eða senda tölvupóst á rml@rml.is,“ segir í tilkynningu RML.

Sjá nánar: 
Upplýsingar um kynbótasýningar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...