Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Mynd / HÓ
Fréttir 21. febrúar 2019

Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður gera samning um Ásbyrgi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón með Ásbyrgi í Kelduhverfi var undirritaður fyrir skömmu. Samkvæmt honum færist formleg umsjón jarðarinnar og allra mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að einkum sé um tæknilegt atriði að ræða, þ.e. hvaða ríkisstofnun hafi opinbera umsjón með landi í eigu ríkisins og hefur til að mynda að gera með það hver sér um að greiða fasteignagjöld, viðhalda húsum og þess háttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma.

„Í þessu tilviki var verið að færa opinbera umsjón frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs og réði þar mestu að þjóðgarðurinn notar húsin sem fylgja jörðinni en Skógræktin ekki. Samningurinn var staðfesting á að áfram verði samstarf beggja stofnana um skóginn í Ásbyrgi og að Skógræktin hafi áfram umsjón með landi Ásbyrgis sem er utan Þjóðgarðsins, norðan þjóðvegar,“ segir Þröstur.

 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...