Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Mynd / Pixabay
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Búist er við að aðsteðjandi loftslagsógn muni gera norræna skóga, vistkerfi og samfélög viðkvæmari fyrir eldi en áður hefur verið. Þetta þýðir að efla þarf og þróa betur viðbúnað, hvort heldur er innan samfélaga eða við stjórnun skóga.

Norræna tengslanetið fyrir skógar- og gróðurelda (SNS) og Skógartjónamiðstöðin (SLU) hafa rannsakað hvernig hægt er að draga úr hættu á skógareldum í norrænum skógum. Sett hefur verið fram sérstök stefna og aðgerðaáætlun. Er því ætlað að fá stjórnvöld, skógareigendur og samfélög til að hugsa meira út frá skógareldasjónarmiðum og veita upplýsingar og ráðleggingar um hvernig unnt er að taka meira tillit til eldhættu og draga úr skógareldum.

Fyrsta skrefið í átt að eldþolinni skógrækt er sagt vera að viðurkenna virka brunahættu í norrænum skógum. Eldvarnir þurfi að vera hluti af allri skógrækt, greina þurfi viðbúnað vegna gróðurelda og efla þekkingargrunn. Þetta krefjist aðgerða á öllum stigum, allt frá menntun til stefnumótunar og löggjafar stjórnvalda, og kalli á þverfaglegt samstarf og þátttöku.

Mælt er með að skoðuð verði mismunandi áhrif aðferða í slökkvistarfi, með brunatilraunum, líkanagerð, hermun o.fl. Meta þurfi áhrif mismunandi skóggerða, landslags og mannvirkja m.t.t. eldhættu og rannsaka hættu á svokölluðum mega-eldum sem átt hafa sér stað m.a. í Suður-Evrópu. Þá er sögð þörf fyrir sameiginlega innviði meðal Norðurlandanna, svo sem alhliða gagnagrunna um skógarelda í löndunum, til að styðja við rannsóknir og ákvarðanatöku.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f