Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skipuleg eyðing á skógarkerfli
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. október 2015

Skipuleg eyðing á skógarkerfli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógarkerfli verður eytt með skipulögðum hætti í Húnavatnshreppi næsta vor. Sveitarstjóri biðlar í fréttabréfi Húnavatnshrepps til íbúa að senda frá sér upplýsingar um umfang skógarkerfils í þeirra landi og skila þeim inn fyrir 26. október. 
 
Skógarkerfill hefur dreift sér í Húnavatnshreppi undanfarin ár, en nú á að kortleggja hvar hann er byrjaður að sá sér. Vinna á að því að hefta útbreiðslu hans með slætti að lágmarki þrisvar á sumri hverju.
Málið var fyrst til umræðu á fundi sveitarstjórnar á liðnu ári en í fundargerð sveitarstjórnar frá því í ágúst í fyrra segir að skógarkerfill sé vágestur sem dreifi sér hratt þar sem hann hafi náð að sá sér. Sé það helst á svæðum þar sem búpeningi sé ekki beitt og sé því líklegast að hann dreifi sér í vegköntum og skurðum og skurðbökkum sem séu afgirtir.
 
Einnig segir í fundargerðinni að í Húnavatnshreppi hafi hann verið fram undir þetta á mjög afmörkuðum svæðum eins og til dæmis í kringum og út frá Laxárvatnsvirkjun. Þar sem hann hafi náð að breiða úr sér verði gróðurþekjan mjög einsleit og kaffæri hann annan gróður á þeim svæðum.
 
Þá segir að helst sé hægt að koma í veg fyrir að hann dreifi sér í miklum mæli ef ráðist sé gegn honum sem fyrst þar sem hann hafi stungið sér niður. Árangursríkasta aðferðin virðist vera að slá hann sem fyrst á vorin og sem oftast yfir sumarið þannig að hann nái ekki að fella fræ.
 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...