Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skipuleg eyðing á skógarkerfli
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. október 2015

Skipuleg eyðing á skógarkerfli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógarkerfli verður eytt með skipulögðum hætti í Húnavatnshreppi næsta vor. Sveitarstjóri biðlar í fréttabréfi Húnavatnshrepps til íbúa að senda frá sér upplýsingar um umfang skógarkerfils í þeirra landi og skila þeim inn fyrir 26. október. 
 
Skógarkerfill hefur dreift sér í Húnavatnshreppi undanfarin ár, en nú á að kortleggja hvar hann er byrjaður að sá sér. Vinna á að því að hefta útbreiðslu hans með slætti að lágmarki þrisvar á sumri hverju.
Málið var fyrst til umræðu á fundi sveitarstjórnar á liðnu ári en í fundargerð sveitarstjórnar frá því í ágúst í fyrra segir að skógarkerfill sé vágestur sem dreifi sér hratt þar sem hann hafi náð að sá sér. Sé það helst á svæðum þar sem búpeningi sé ekki beitt og sé því líklegast að hann dreifi sér í vegköntum og skurðum og skurðbökkum sem séu afgirtir.
 
Einnig segir í fundargerðinni að í Húnavatnshreppi hafi hann verið fram undir þetta á mjög afmörkuðum svæðum eins og til dæmis í kringum og út frá Laxárvatnsvirkjun. Þar sem hann hafi náð að breiða úr sér verði gróðurþekjan mjög einsleit og kaffæri hann annan gróður á þeim svæðum.
 
Þá segir að helst sé hægt að koma í veg fyrir að hann dreifi sér í miklum mæli ef ráðist sé gegn honum sem fyrst þar sem hann hafi stungið sér niður. Árangursríkasta aðferðin virðist vera að slá hann sem fyrst á vorin og sem oftast yfir sumarið þannig að hann nái ekki að fella fræ.
 
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...