Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stjórn og varastjórn NautBÍ. F.v.: Atli Már Traustason, Davíð Logi Jónsson,
Rafn Bergsson formaður, Reynir Þór Jónsson, Sigrún Hanna Sigurðardóttir,
Jón Örn Ólafsson og Erla Rún Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Sigurbjörgu
Ottesen.
Stjórn og varastjórn NautBÍ. F.v.: Atli Már Traustason, Davíð Logi Jónsson, Rafn Bergsson formaður, Reynir Þór Jónsson, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Jón Örn Ólafsson og Erla Rún Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Sigurbjörgu Ottesen.
Mynd / ál
Fréttir 7. mars 2025

Skipa starfshóp um áhrif innflutnings

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skipa á starfshóp til að greina áhrif af hugsanlegum innflutningi á erfðaefni úr erlendu mjólkurkúakyni á íslenska mjólkurframleiðslu samkvæmt tillögu sem samþykkt var á deildarfundi kúabænda.

Alls voru 45 tillögur afgreiddar frá fundinum. Samþykkt var tillaga um helstu áherslumál nautgripabænda við gerð nýs búvörusamnings, sem eru að viðhalda núverandi framleiðslustýringakerfi, að megnið af stuðningnum verði áfram framleiðslutengdur, að stórauka fjármagn í samningana, auka tollvernd, að fjármagn fari ekki úr nautgripasamningnum í önnur málefni, að hagræðingarkrafa verði tekin út og fleira.

Þá var því beint til stjórnar BÍ að tengja áherslumál búvörusamninganna við umræðuna um fæðuöryggi og að aðgerðir og áherslumál bænda séu loftslagsvænar.

Vilja hefja vinnu við verndaráætlun

Skorað er á ríkisstjórn Íslands að tryggja fæðuöryggi í landinu með því að til séu nægar birgðir þeirra aðfanga sem eru nauðsynlegar til að halda landbúnaði í landinu gangandi í að lágmarki sex mánuði.

Stjórnvöld eru hvött til að hefja þegar vinnu við verndaráætlun fyrir íslenska mjólkurkúakynið. Lagt var til að gerð verði samanburðarrannsókn á íslensku nautgripakjöti og innfluttu erlendu nautgripakjöti er varðar eiturefni þungamálma og efnainnihald og einnig að rannsókn yrði gerð á heilnæmi íslenskrar mjólkur með tilliti til mjólkuróþols. Þá er stjórn NautBí gert að beita sér fyrir að fá upprunavottunina PDO og/eða PGI á mjólkurvörur framleiddar úr mjólk úr íslenska kúakyninu.

Standa á vörð um landbúnaðarland

Þá er skorað á sveitarfélög í dreifbýli að standa vörð um að gott landbúnaðarland verði ekki tekið úr landbúnaðarnotkun. Einnig voru samþykktar tillögur sem fjalla um afleysingar í landbúnaði, lánsfé til jarðakaupa, nýliðun, tryggingamál og tollvernd, heimavinnslu og heimaslátrun, upprunamerkingar, og fullvinnslu hliðarafurða.

Félagsmenn Bændasamtakanna geta nálgast samþykktar tillögur og rökstuðning með þeim á Mínum síðum á bondi.is.

Breytingar urðu á stjórn NautBÍ. Bessi Freyr Vésteinsson fór úr stjórn en í hans stað var Sigrún Hanna Sigurðardóttir kjörin í stjórn. Aðrir stjórnarmeðlimir voru endurkjörnir en það eru Sigurbjörg Ottesen, Reynir Þór Jónsson og Jón Örn Ólafsson. Erla Rún Guðmundsdóttir, Atli Már Traustason og Davíð Logi Jónsson voru kjörin í varastjórn.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...