Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í prufuakstri.
Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í prufuakstri.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 5. september 2018

Skemmtilegt leiktæki með frábæra aksturseiginleika

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Einu sinni á ári leyfi ég mér að taka leiktæki og prófa mér og öðrum til skemmtunar og skrifa um þau hér í blaðinu. Mér var boðið í prufuakstur á grindarbíl sem oftast gengur undir nafninu „buggybíll“ og heitir Arctic Cat Textron Off Road.
 
Prufuaksturinn fór fram í æfingabraut Vélhjólaíþrótta­klúbbsins undir Draugahlíð þar sem ég hitti sölumann Arcticsport og var ákveðið að byrja í lítilli og þröngri braut sem ætluð er fyrir byrjendur í motocrossíþróttinni.
 
Í fyrstu fór ég rólega af stað og tók lítið á bílnum, en smám saman jók ég hraðann. Það var hreint með ólíkindum hvað bíllinn var stöðugur í ósléttri brautinni og þrátt fyrir að ég teldi mig vera kominn að þolmörkum bílsins í hraða var hann enn stöðugur og haggaðist ekki í holunum og stýrði öruggt út úr öllum beygjum.
 
Aldrei keyrt nokkurt ökutæki með aðra eins fjöðrun
 
Aldrei hef ég ekið öðru eins snilldartæki, fjöðrunin er alveg mögnuð enda hönnuð af kappakstursmanninum Robby Gordon, sem er goðsögn í eyðimerkurkeppnum á borð við Dakar og Baja. 
Bæði fram og aftur­fjöðrun eru yfir 45 cm á hvert hjól og afturfjöðrunin minnir einna helst á aftur­gaffal á mótor­­hjóli sem erfitt er að lýsa í orðum á prenti. Bíllinn er á 15 tommu felgum og eru dekkin há og mjó sem gefa góða fjöðrun í viðbót við langa fjöðrun bílsins.
 
Vélarstærð, drif og hleðslugeta
  • Vélin er 1000 cc. og er gefin upp 125 hestöfl, en í bekk hefur þessi vél verið mæld á bilinu 136  til 138 hestöfl. 
  • Bíllinn er reimdrifinn (svipað og vélsleðar) og getur reimin enst allt að 200.000 km, drifið og öxlar út í hjól eru hönnuð til að þola kraftaukningu upp í 270 hestöfl.
  • Hámarksburður bílsins er 331 kg, en aftan á bílnum er lítil farang­urs­­geymsla sem má bera 136 kg.
  • Verðið á bílnum er 3.990.000.
 
Ég var greinilega huglaus í mínum akstri miðað við akstur sölumannsins
 
Að loknum mínum prufuakstri tók sölumaður Arcticsport, Guðmundur Bragason, nokkra hringi á bílnum svo að ég gæti tekið myndir af bílnum. Miðað við akstur hans var greinilegt að ég er of huglaus í að beita bílnum að þolmörkum, að horfa á akstur hans í brautinni er greinilegt að með meiri kjark og þor er hægt að keyra þennan bíl töluvert hraðar en mitt hjarta hefur þor til.
 
Allar nánari upplýsingar um bílinn má nálgast hjá Guðmundi, sölumanni Articsport, eða á vefslóðinni www.arcticsport.is.

3 myndir:

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...