Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Fuglaflensa hefur greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri.
Mynd / Pixabay
Fréttir 23. október 2025

Skæð H5N5 greinist í refum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fuglaflensa hefur nú greinst í refum við Keflavíkurflugvöll og á Þingeyri.

Skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5 sem greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september sl. og í fuglum og spendýrum hérlendis síðasta vetur, hefur nú greinst í refum á Reykjanesi og á Þingeyri. Óvissustig er í gildi vegna aukinnar smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi frá villtum fuglum.

Skætt afbrigði fuglainflúensuveiru H5N5 greindist fyrst í spendýrum hérlendis síðastliðinn vetur í heimilisköttum, einum mink og einum ref, dreift víða um land. Þetta afbrigði hefur einnig greinst í villtum spendýrum í öðrum löndum á norðurhveli þar sem villtir fuglar hafa verið sýktir af sama afbrigði H5N5.

Matvælastofnun hvetur fuglaeigendur til að tryggja öflugar sóttvarnir til að draga úr líkum á að smit berist frá villtum fuglum í fuglahópa í haldi. Mikilvægt er að sýna aðgát og fylgjast með heilsufari fugla í haldi. Tilkynna skal tafarlaust til Matvælastofnunar ef grunur vaknar um óvenjuleg veikindi eða dauðsföll meðal fugla.

Almenningur er beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Allar tilkynningar eru skráðar og eru aðgengilegar í mælaborði um fuglainflúensu, en þar má einnig finna upplýsingar um greiningar á fuglainflúensu í villtum fuglum og spendýrum.

Skylt efni: fuglaflensa

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...