Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sjálfboðaliðarnir í Vallanesi eru löglegir
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2019

Sjálfboðaliðarnir í Vallanesi eru löglegir

Höfundur: smh

Dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem sýknudómur er stað­festur yfir Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, og fyrirtæki hans, Móður Jörð. Árið 2017 var fyrirtækið ákært fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga, með því að hafa ráðið erlenda ríkisborgara til landbúnaðarstarfa án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi.

Það var lögreglustjórinn á Austur­landi sem ákærði fyrirtækið og var málið dómtekið 26. apríl á síðasta  ári. Tilefni ákærunnar er eftirlitsferð framkvæmdastjóra Afls Starfsgreinafélags, starfsmanns Ríkisskattstjóra og starfsmanns Vinnumálastofnunar í júní 2016.

Ekkert vinnuréttarsamband

Var Móður Jörð gefið að sök að hafa nýtt sér starfskrafta þriggja erlendra ríkisborgara – frá sjálfboðaliðasamtökunum World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) – um vor og sumar árið 2016, án þess að tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi hafi verið til staðar. Dómur féll í Héraðsdómi Austurlands þann 20. júní 2018.

Í  dómi  héraðsdóms,  sem  staðfestur  var  í  Landsrétti,  kom fram að ekki væri sannað að Móðir Jörð hefði  ráðið  umrædda  einstaklinga  til  starfa  í  þeim  skilningi  að  til vinnuréttarsambands hefði stofnast þeirra á milli. Þá var það mat dómsins að ekki væri séð að Móðir Jörð hefði af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta fólksins varðandi meint brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga.

Tækifæri á að fræðast um lífrænan búskap

Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, segir að dómurinn staðfesti að móttaka fólksins frá WWOOF jafnist ekki á við vinnuréttarsamband. „Það er ekki fallist á það að fólkið hafi verið „ráðið í vinnu“  þó að þau hafi gert hér stutta viðkomu og tekið þátt í störfum búsins. Hér er væntanlega horft til þess einnig að Vallanesbúið er þátttakandi í rótgrónu, nær 50 ára gömlu alþjóðlegu verkefni, WWOOF (World Wide Opportunities on Organic farms), sem er vel þekkt og viðurkennt í meira en 100 löndum.  Unga fólkið í Vallanesi var hér í fullu samræmi við reglur og markmið samtakanna en þau eiga ekki að ganga í störf sem annars væru launuð og gera það ekki, enda starfsemin fullmönnuð og skapar sjö ársverk. Ein meginforsenda WWOOF er að um jafningjasamband er að ræða og peningar mega ekki fara á milli aðila,“ segir Eygló.

Starfað vandræðalaust í hartnær 20 ár

„WWOOF starfar vandræðalaust í öðrum löndum og hefur gert það hér á landi í hartnær 20 ár og mikið verið fjallað um í fjölmiðlum frá upphafi. Samfélagsleg viður­kenning hér á landi birtist m.a í tilnefningu sem Eymundur fékk til Umhverfisverðlauna Norður­landaráðs árið 2012 þar sem þessa framtaks er sérstaklega getið.

Við erum bara enn þá slegin yfir því að það hafi verið talið nauðsynlegt að draga þetta mál fyrir dómstóla og enn þá slegnari yfir þeim fordæmalausu aðferðum sem notaðar voru af hálfu AFLS Starfsgreinafélags til að búa til ágreining. Við tökum þátt í alþjóðlegu verkefni sem lýtur að því að gefa ungu fólki innsýn í lífræna ræktun, ferðast um heiminn og kynnast öðrum þjóðum innan frá.  Verkefnið hefur haft þýðingu til að efla mannlíf og menningu staðarins og stuðlar að fræðslu fólks. Það hlýtur að teljast mjög sérstakt að verkefni með fræðslu, félagsleg og umhverfisleg markmið, líkt og WWOOF stendur fyrir, rati í þennan farveg,“ segir Eygló enn fremur.

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...