Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Mynd / Ingi Danner
Í deiglunni 12. júní 2019

Silungurinn tók þegar fór að hlýna

Höfundur: Gunnar Bender
„Ég og Ragnar Ingi Danner ákváðum að skella okkur í Laxárvatn í Dölum, sem er í Veiðikortinu, fyrir skömmu,“ sagði Árni Kristinn Skúlason er við heyrðum í honum ný­komnum úr veiðinni.
 
„Við mættum um 9 leytið og  ákváðum að labba  hringinn í kringum vatnið. Það kom mér á óvart hve aðdjúpt vatnið er, hentar einstaklega vel til fluguveiða. Það var éljagangur og sólskin til skiptis, skítkalt og fraus í lykkjum. 
 
Í norðanverðu vatninu rann sæmilegur lækur út í og fékk Raggi tvo þar rétt hjá. Það er gott aðgengi að vatninu og bakkarnir eru vel grónir.
 
Þegar það fór að hlýna aðeins fóru hlutirnir að gerast, fiskur byrjaði að elta og taka. Í sunnanverðu vatninu fengum við 4 fiska, allir tóku grimmt og rifu vel í. Það þarf greinilega að hitna aðeins meira til að hlutirnir fari almennilega af stað,“ sagði Árni Kristinn, sem þræðir veiðivötnin hverja helgi. 

Skylt efni: Laxárvatn | stangaveiði

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...