Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Síðasti bananinn
Fréttir 27. janúar 2015

Síðasti bananinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskar krónur.

Cavendish viðkvæmt fyrir Fusarium
Sveppurinn sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4 hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Tævan.  Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Helsta ástæðan fyrir miklum áhyggjum manna á sveppasýkingunni er að nánast allir bananar sem framleiddir eru og settir á markað eru af yrkinu Cavendish og það er einstaklega viðkvæmt fyrir sýkingu og drepast nánast allar plöntur af því yrki vegna hennar.

Ríkjandi yrki á markaði
Yrkið Cavendish þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist leng og margir á Vesturlöndum hafa aldrei smakkað aðra gerð af bönunum. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium sýkingar.

Undanfarin ár hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðin fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish
 

Skylt efni: bananar | ræktun

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...