Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Síðasti bananinn
Fréttir 27. janúar 2015

Síðasti bananinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskar krónur.

Cavendish viðkvæmt fyrir Fusarium
Sveppurinn sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4 hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Tævan.  Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Helsta ástæðan fyrir miklum áhyggjum manna á sveppasýkingunni er að nánast allir bananar sem framleiddir eru og settir á markað eru af yrkinu Cavendish og það er einstaklega viðkvæmt fyrir sýkingu og drepast nánast allar plöntur af því yrki vegna hennar.

Ríkjandi yrki á markaði
Yrkið Cavendish þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist leng og margir á Vesturlöndum hafa aldrei smakkað aðra gerð af bönunum. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium sýkingar.

Undanfarin ár hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðin fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish
 

Skylt efni: bananar | ræktun

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...