Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Síðasti bananinn
Fréttir 27. janúar 2015

Síðasti bananinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskar krónur.

Cavendish viðkvæmt fyrir Fusarium
Sveppurinn sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4 hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Tævan.  Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Helsta ástæðan fyrir miklum áhyggjum manna á sveppasýkingunni er að nánast allir bananar sem framleiddir eru og settir á markað eru af yrkinu Cavendish og það er einstaklega viðkvæmt fyrir sýkingu og drepast nánast allar plöntur af því yrki vegna hennar.

Ríkjandi yrki á markaði
Yrkið Cavendish þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist leng og margir á Vesturlöndum hafa aldrei smakkað aðra gerð af bönunum. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium sýkingar.

Undanfarin ár hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðin fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish
 

Skylt efni: bananar | ræktun

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...