Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Síamstvíbura-jarðýtur
Fræðsluhornið 30. janúar 2019

Síamstvíbura-jarðýtur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt Íslendingar megi oft kallast tæknióðir og séu nýjungagjarnir og fljótir til að nýta sér margvíslega tækni, þá er þar margt sem ekki rekur á okkar fjörur. Þar á meðal má nefna síams tví- og þríbura-dráttarvélar og jarðýtur.

Ein slík símas­tvíbura- jarðýta var af gerðinni Caterpillar Twin D8. Einungis munu hafa verið smíðaðar þrjár slíkar vélar og því ekki skrítið að þær hafi ekki ratað til Íslands.

Var fyrsta slíka vélin smíðuð af Peterson Caterpillar í Kaliforníu fyrir verktaka sem vann við að ryðja skógi við gerð Hungry Horse-stíflunnar í Montana í Bandaríkjunum 1949. Var hún stundum nefnd „Super Pusher Cat“, eða súperýta. Hún var að öllum líkindum notuð til að draga slóða eð stóra stálkúlu sem fest var við keðjur og víra til að rífa niður tré á byggingarsvæði stíflunnar. Einnig mögulega til að draga plóg og eða jarðvegsskrapara [scraper] líkt og notaður var við gerð Ísafjarðarflugvallar í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. 

Önnur símastvíburavélin fór til kolaorkuvers í Ohio og var ætlað að ryðja upp stórum kolahaugum fyrir orkuverið og var hún með hefðbundinni en risastórri ýtutönn (22 fet) og með vírahífingu.

Líklegt er að þessi sama vél hafi verið notuð við gerð á Garrison- stíflunni á árunum 1950 til 1959 og sjá má á póstkorti frá þeim tíma.

Þriðja síamsvélin af Caterpillar D8 gerð var smíðuð fyrir King Ranch í Texas. Hún var útbúin með eins konar trjáruðningsplóg [Holt Funnel] sem smíðaður var af Holt Caterpillar umboðsaðilanum í Texas og var beitt með vírahífingu en ekki glussatjökkum. Var vélin notuð til að rífa upp mesquite tré og rótarhnyðjur á King Ranch búgarðinum. Seinna mun Caterpillar D9G hafa tekið við þessu hlutverki tvíbura­vélarinnar. 

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...