Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Síamstvíbura-jarðýtur
Á faglegum nótum 30. janúar 2019

Síamstvíbura-jarðýtur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt Íslendingar megi oft kallast tæknióðir og séu nýjungagjarnir og fljótir til að nýta sér margvíslega tækni, þá er þar margt sem ekki rekur á okkar fjörur. Þar á meðal má nefna síams tví- og þríbura-dráttarvélar og jarðýtur.

Ein slík símas­tvíbura- jarðýta var af gerðinni Caterpillar Twin D8. Einungis munu hafa verið smíðaðar þrjár slíkar vélar og því ekki skrítið að þær hafi ekki ratað til Íslands.

Var fyrsta slíka vélin smíðuð af Peterson Caterpillar í Kaliforníu fyrir verktaka sem vann við að ryðja skógi við gerð Hungry Horse-stíflunnar í Montana í Bandaríkjunum 1949. Var hún stundum nefnd „Super Pusher Cat“, eða súperýta. Hún var að öllum líkindum notuð til að draga slóða eð stóra stálkúlu sem fest var við keðjur og víra til að rífa niður tré á byggingarsvæði stíflunnar. Einnig mögulega til að draga plóg og eða jarðvegsskrapara [scraper] líkt og notaður var við gerð Ísafjarðarflugvallar í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. 

Önnur símastvíburavélin fór til kolaorkuvers í Ohio og var ætlað að ryðja upp stórum kolahaugum fyrir orkuverið og var hún með hefðbundinni en risastórri ýtutönn (22 fet) og með vírahífingu.

Líklegt er að þessi sama vél hafi verið notuð við gerð á Garrison- stíflunni á árunum 1950 til 1959 og sjá má á póstkorti frá þeim tíma.

Þriðja síamsvélin af Caterpillar D8 gerð var smíðuð fyrir King Ranch í Texas. Hún var útbúin með eins konar trjáruðningsplóg [Holt Funnel] sem smíðaður var af Holt Caterpillar umboðsaðilanum í Texas og var beitt með vírahífingu en ekki glussatjökkum. Var vélin notuð til að rífa upp mesquite tré og rótarhnyðjur á King Ranch búgarðinum. Seinna mun Caterpillar D9G hafa tekið við þessu hlutverki tvíbura­vélarinnar. 

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...