Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Mynd / Sveinn Birgir Björnsson
Fréttir 12. desember 2023

Seyðfirskt atvinnulíf þarf nýja vaxtarsprota

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðfirðingar hafa komið á fót samráðshóp sem ætlað er að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum.

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á Seyðisfirði þótti rétt að huga að nýjum vinklum til að renna stoðum undir atvinnulíf staðarins. Hefur samráðshópurinn nú auglýst eftir hugmyndum um atvinnuskapandi starfsemi til framtíðar á Seyðisfirði og var frestur til að skila inn hugmyndum til 22. nóvember.

Að sögn Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, er gert ráð fyrir að samráðshópurinn skili af sér um mánaðamótin febrúar/ mars 2024. „Einhver viðbrögð hafa borist,“ segir Björn og segist jafnframt eiga von á að megnið komi inn síðustu dagana áður en frestur rennur út. „Við erum opin fyrir öllu,“ segir hann.

Fjöldi íbúa á Seyðisfirði er nú 693. 383 þeirra eru á aldrinum 17–59 ára, 135 eru 67 ára og eldri, 77 eru 60–66 ára og 98 á aldursbilinu 0–16 ára.

Skylt efni: Seyðisfjörður

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...