Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Greina á valkosti í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á staðnum.
Mynd / Sveinn Birgir Björnsson
Fréttir 12. desember 2023

Seyðfirskt atvinnulíf þarf nýja vaxtarsprota

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðfirðingar hafa komið á fót samráðshóp sem ætlað er að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum.

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á Seyðisfirði þótti rétt að huga að nýjum vinklum til að renna stoðum undir atvinnulíf staðarins. Hefur samráðshópurinn nú auglýst eftir hugmyndum um atvinnuskapandi starfsemi til framtíðar á Seyðisfirði og var frestur til að skila inn hugmyndum til 22. nóvember.

Að sögn Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, er gert ráð fyrir að samráðshópurinn skili af sér um mánaðamótin febrúar/ mars 2024. „Einhver viðbrögð hafa borist,“ segir Björn og segist jafnframt eiga von á að megnið komi inn síðustu dagana áður en frestur rennur út. „Við erum opin fyrir öllu,“ segir hann.

Fjöldi íbúa á Seyðisfirði er nú 693. 383 þeirra eru á aldrinum 17–59 ára, 135 eru 67 ára og eldri, 77 eru 60–66 ára og 98 á aldursbilinu 0–16 ára.

Skylt efni: Seyðisfjörður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...