Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.

Einar E. Einarsson, sem var minkabóndi á Skörðugili í Skagafirði fram að síðustu áramótum, hefur látið af störfum sem formaður deildar loðdýrabænda og Sambands íslenskra loðdýrabænda. Með Birni í stjórn verða Veronika Narfadóttir frá Túni í Flóa og Hjalti Logason frá Neðri- Dal undir Eyjafjöllum.

Björn hóf minkarækt árið 2012, á þeim tíma sem mikill uppgangur var í greininni og skinnaverð hátt. Fyrstu misserin nýtti hann gömul fjárhús, en tók í notkun nýtt minkahús árið 2014 á sama tíma og verðfall varð á skinnum. Í Holti er jafnframt kúabú sem Björn segir hafa haldið minkabúinu á floti. Þrátt fyrir lágt afurðaverð sé minkarækt skemmtilegur búskapur og félagsskapur loðdýrabænda góður.

Aðspurður um fyrstu verkefnin sem formaður segir Björn nauðsynlegt að draga saman í rekstrinum á félaginu þar sem starfandi minkabændur séu orðnir fáir. Þá þurfi að finna nýjan farveg fyrir verkun skinna í haust, þar sem Einar á Skörðugili tók það verkefni að sér fyrir marga minkabændur.

Nú eru einungis sex minkabú eftir og telur Björn engar horfur á frekari fækkun eins og er. Þar sem búin séu svona fá þurfi að halda vel utan um ræktunarstarfið til að forðast skyldleikaræktun. Ekki sé lengur hægt að sækja kynbótagripi erlendis frá sem séu af sömu gæðum og íslenski stofninn eftir að minkarækt hrundi í Danmörku.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...