Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.

Einar E. Einarsson, sem var minkabóndi á Skörðugili í Skagafirði fram að síðustu áramótum, hefur látið af störfum sem formaður deildar loðdýrabænda og Sambands íslenskra loðdýrabænda. Með Birni í stjórn verða Veronika Narfadóttir frá Túni í Flóa og Hjalti Logason frá Neðri- Dal undir Eyjafjöllum.

Björn hóf minkarækt árið 2012, á þeim tíma sem mikill uppgangur var í greininni og skinnaverð hátt. Fyrstu misserin nýtti hann gömul fjárhús, en tók í notkun nýtt minkahús árið 2014 á sama tíma og verðfall varð á skinnum. Í Holti er jafnframt kúabú sem Björn segir hafa haldið minkabúinu á floti. Þrátt fyrir lágt afurðaverð sé minkarækt skemmtilegur búskapur og félagsskapur loðdýrabænda góður.

Aðspurður um fyrstu verkefnin sem formaður segir Björn nauðsynlegt að draga saman í rekstrinum á félaginu þar sem starfandi minkabændur séu orðnir fáir. Þá þurfi að finna nýjan farveg fyrir verkun skinna í haust, þar sem Einar á Skörðugili tók það verkefni að sér fyrir marga minkabændur.

Nú eru einungis sex minkabú eftir og telur Björn engar horfur á frekari fækkun eins og er. Þar sem búin séu svona fá þurfi að halda vel utan um ræktunarstarfið til að forðast skyldleikaræktun. Ekki sé lengur hægt að sækja kynbótagripi erlendis frá sem séu af sömu gæðum og íslenski stofninn eftir að minkarækt hrundi í Danmörku.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...