Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjölmenni var við setningarathöfnina. Talið er að um 400 manns hafi hlýtt á ræðu formannsins.
Fjölmenni var við setningarathöfnina. Talið er að um 400 manns hafi hlýtt á ræðu formannsins.
Mynd / smh
Fréttir 29. febrúar 2016

Setningarræða Búnaðarþings 2016: Skoðanakönnun leiddi til breytinga að betri sátt

Höfundur: smh

Í setningarræðu Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands (BÍ), fyrir Búnaðarþing 2016, kom fram að það hafi komið í ljós í skoðanakönnun meðal kúabænda að talsvert ósætti hafi verið um afnám kvótakerfis eins og lá fyrir í búvörusamningsdrögum. Því voru breytingar gerðar, til að ná betri sátt. 

Endurskoðunarákvæði tvisvar á samningstímanum

Sindri áréttaði að þó samningarnir væru til tíu ára væru endurskoðunarákvæði tvisvar á samningstímanum; árin 2019 og 2023. „Það er nýmæli að gildistíminn sé þetta langur, en ástæða þess er að með samningunum er verið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á starfsumhverfi landbúnaðarins sem kallar á langtímahugsun. Endurskoðanirnar gera það að verkum að samningarnir verða lifandi plagg og gefa samningsaðilum tækifæri til að meta hvernig til hefur tekist og leggja mat á framhaldið.“ Meginmarkið samninganna væri að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri.  Að öðru leyti fór Sindri ekki sérstaklega í efnisatriði samninganna, en nefndi þó kergju í röðum svínabænda og að þeir íhugi úrsögn úr BÍ. Ástæðan sé ósætti við niðurstöðu búvörusamninga varðandi stuðning til uppbyggingar svínabúa, til að mæta kröfum aðbúnaðarreglugerða.  Sindri sagði að það væri þó gert ráð fyrir einhverjum framlögum á fyrri hluta samningstímans, en svínabændum þætti þau ganga allt of skammt. „Ég hef skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram, en þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri.

Sóknarsamningar fyrir landbúnaðinn

Sindri sagði í ræðunni að hann teldi samningana vera sóknarsamninga fyrir landbúnaðinn þótt þeim fylgdi vissulega óvissa. Hann lagði áherslu á Ísland nýtti sér ákveðan sóknarmöguleika í þeirri þróun sem væri í gangi á heimsvísu. „Aukin eftirspurn er úr ýmsum áttum, með áherslu á heilnæmi og gæði landbúnaðarvara, takmörkun vistspors, staðbundinn mat og hugmyndafræði Slow Food í stað verksmiðjuframleiðslu stórra fyrirtækjasamsteypa. Íslenskur landbúnaður á þar mörg tækifæri.

Margoft hefur verið bent á að eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem eru sérstaða íslensks landbúnaðar er að hér er sýklalyfjanotkun í algeru lágmarki. 

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarnamiðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf víða notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði og fram eru komnar ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Landbúnaðurinn á heimsvísu glímir við margar áskoranir. Fólki fjölgar stöðugt og um leið gera neytendur meiri kröfur til upplýsinga um hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er framleiddur og við hvaða aðstæður. Þar koma ekki síst inn umhverfisþættir. Um leið hugsa neytendur meira um að nýta matvælin betur og sóa þeim ekki, sem er afar þýðingarmikið,“ sagði Sindri.

Skylt efni: Búnaðarþing 2016

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...