Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Mynd / Skýrsla leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands
Fréttir 27. apríl 2021

Sérhverju sveitarfélagi gert að flokka allt ræktanlegt land

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Með leiðbeiningunum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðalaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags.

Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðastliðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðarland í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Flokkun á öllu ræktanlegu landi

Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er almennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju.

Fyrst er fjallað um almenn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbúnaðarlandi.

Í fjórða kafla eru settar fram skilgreiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vötn.

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...