Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Mynd / Skýrsla leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands
Fréttir 27. apríl 2021

Sérhverju sveitarfélagi gert að flokka allt ræktanlegt land

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Með leiðbeiningunum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðalaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags.

Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðastliðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðarland í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Flokkun á öllu ræktanlegu landi

Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er almennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju.

Fyrst er fjallað um almenn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbúnaðarlandi.

Í fjórða kafla eru settar fram skilgreiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vötn.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...