Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Mynd / Bbl
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórnarmálum og því býður hún sig ekki fram í kosningunum í vor. En hver er ástæðan?

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það er gott að vera ekki of lengi í einu í þessu verkefni, gott að taka pásu, stíga frá og hleypa fleirum að. Já, ég segi pásu því ég get ekki lofað því að ég sé hætt til framtíðar. Það verður líka að segjast að það hefur töluverð áhrif á ákvörðunina hjá mér hvernig umræða er hjá fólki um málefnin og um þá sem eru í stjórnunarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Mynd / Aðsend

Gagnrýni og uppbyggilegar samræður um þau málefni sem liggja fyrir eru nauðsynlegar og af hinu góða. Það er nauðsynlegt að geta rætt mismunandi skoðanir en sú umræða er oft ekki málefnaleg og sum hver fólki alls ekki til sóma. Til dæmis það að fá skilaboð á gamlárskvöld, þegar þú ert heima að njóta með fjölskyldunni, með hótunum varðandi málefni tengd sveitarfélaginu, hefur áhrif. Margir myndu kannski segja að þeir sem ákveða að bjóða sig fram í þetta starf verði bara að hafa breitt bak og taka svona áreiti, ég er hins vegar á því að það sé ekki í boði.

Það þarf að hafa ákveðin mörk í þessu starfi eins og öllum störfum. Þó þetta sé mjög lítill hluti af starfinu sem fer í svona leiðinlega hluti þá safnast það saman yfir árin og því taldi ég gott að taka pásu frá því.

Það er óhætt að segja að sú ákvörðun um að hætta var ekki tekin á einum degi. Skemmtilegu hlutirnir í þessu starfi eru svo þúsund sinnum fleiri heldur en þeir erfiðu,“ segir Halldóra. 

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f