Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Mynd / Bbl
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórnarmálum og því býður hún sig ekki fram í kosningunum í vor. En hver er ástæðan?

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það er gott að vera ekki of lengi í einu í þessu verkefni, gott að taka pásu, stíga frá og hleypa fleirum að. Já, ég segi pásu því ég get ekki lofað því að ég sé hætt til framtíðar. Það verður líka að segjast að það hefur töluverð áhrif á ákvörðunina hjá mér hvernig umræða er hjá fólki um málefnin og um þá sem eru í stjórnunarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Mynd / Aðsend

Gagnrýni og uppbyggilegar samræður um þau málefni sem liggja fyrir eru nauðsynlegar og af hinu góða. Það er nauðsynlegt að geta rætt mismunandi skoðanir en sú umræða er oft ekki málefnaleg og sum hver fólki alls ekki til sóma. Til dæmis það að fá skilaboð á gamlárskvöld, þegar þú ert heima að njóta með fjölskyldunni, með hótunum varðandi málefni tengd sveitarfélaginu, hefur áhrif. Margir myndu kannski segja að þeir sem ákveða að bjóða sig fram í þetta starf verði bara að hafa breitt bak og taka svona áreiti, ég er hins vegar á því að það sé ekki í boði.

Það þarf að hafa ákveðin mörk í þessu starfi eins og öllum störfum. Þó þetta sé mjög lítill hluti af starfinu sem fer í svona leiðinlega hluti þá safnast það saman yfir árin og því taldi ég gott að taka pásu frá því.

Það er óhætt að segja að sú ákvörðun um að hætta var ekki tekin á einum degi. Skemmtilegu hlutirnir í þessu starfi eru svo þúsund sinnum fleiri heldur en þeir erfiðu,“ segir Halldóra. 

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f