Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53
Mynd / smh
Fréttir 20. september 2018

Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbúum sem njóta beingreiðslna og eru með virkt greiðslumark hefur fækkað á milli áranna 2016 og 2017 um 3,35%. Þá hafa þeir sem rétt eiga á beingreiðslum ekki allir innleyst þær.   
 
Samkvæmt ársskýrslu Búnaðar­stofu Matvælastofnunar þá var heildargreiðslumark, þ.e. ærgildi, 368.456,9 á árinu 2016. Það lækkaði í 366.979,7 árið 2017, eða um 1.477,2 ærgildi. Á sama tíma fækkaði búum (búsnúmerum) með virkt greiðslumark úr 1.582 í 1.529, eða um 53 sem er 3,35% fækkun.
 
 
Færri bú en meiri framleiðsla
 
Þrátt fyrir fækkun búa þá jókst heildarframleiðsla dilkakjöts milli ára um 2,34%, eða úr rúmlega 7.599 tonnum í rúmlega 8.800 tonn. Heildargreiðslur til bænda vegna framleiðslu námu rúmum 1.341,3 milljónum króna 2016 og 1.671,4 milljónum 2017. Það er aukning upp á 24,6%. Fjöldi handhafa sem fengu greitt út á dilkakjöt fækkaði úr 1.606 í 1.544, eða um -3,9%. 
 
 
Beingreiðslur eru háðar skilyrðum 
 
Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu var endurskoðuð lítillega og var endurútgefin sem reglugerð nr. 1166/2017. Ekki er um að ræða efnislegar breytingar frá fyrri reglugerð, helstu breytingar snúa að samræmingu reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017. Í því felst meðal annars fyrirkomulag greiðslna, um að heimilt sé að fresta og/eða fella niður gæðastýringargreiðslur hjá þeim framleiðendum sem standast ekki skilyrði gæðastýringar og bregðast ekki við skráðu fráviki í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar innan tilskilins frests.
 
Sex framleiðendur uppfylltu ekki skilyrði
 
Á árinu 2017 voru 6 framleið­endur sem uppfylltu ekki skilyrði aðildar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, m.a. vegna merkinga, umhverfisþátta gæðastýringar, aðbúnaðar og meðferðar sauðfjár. Samstarfsaðili stofnunarinnar við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt er Landgræðsla ríkisins. Hún sér um landnýtingarþátt gæðastýringar skv. samningi á milli Landgræðslunnar, Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í því felst m.a. mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt. 
Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...