Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Það er er ekki æsingurinn í þeim mæðgum Lúsí (t.h.) og Botnu (t.v.) þegar þær heilsa upp á Pálínu sem stjórnar Instagramreikningnum #Farmlifeiceland
Það er er ekki æsingurinn í þeim mæðgum Lúsí (t.h.) og Botnu (t.v.) þegar þær heilsa upp á Pálínu sem stjórnar Instagramreikningnum #Farmlifeiceland
Mynd / Pálína Axelsdóttir Njarðvík
Fréttir 26. júlí 2018

Sauðfé slær í gegn á samfélagsmiðlum

Höfundur: Bjarni Rúnars
Pálína Axelsdóttir Njarðvík heldur úti reikningi á Instagram undir heitinu „Farmlifeiceland“ þar sem hún sýnir frá daglegu amstri á bænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Pálína er uppalin. Pálína er í meistaranámi í sálfræði við HÍ og er búsett í Reykjavík en fer eins mikið heim í sveit og hún getur. 
 
Pálína segir að hugmyndin hafi kviknað út frá því að hún hafi verið dugleg að sjá vinum sínum fyrir kindamyndum á sínum eigin Instagram reikningi. 
„Ég vildi samt ekki drekkja vinum mínum í kindamyndum, þannig mér datt í hug að gera sér aðgang sem væri bara með sveitamyndum. Datt ekkert skárra nafn í hug en farmlifeiceland þannig ég ákvað að nota það. Samt ágætt því það lýsir innihaldinu ágætlega. Svo byrjaði ég að setja inn myndir og boltinn fór að rúlla.“
 
Fylgjendur reikningsins eru rúmlega 34 þúsund og koma víða að, bæðir hérlendis og erlendis. Reikningur sem þessi á sér hliðstæður erlendis en hérlendis á hann sér ekki margar hliðstæður.  Fólk er mjög áhugasamt um lífið í íslenskri sveit og spyr gjarnan spurninga um séríslenska hluti eins og fjallferðir og réttir. 
 
„Fólk er mjög duglegt að spyrja. Í sauðburðinum sagði ég frá því þegar gipsi var sett á fótbrotið lamb. Lambið fékk hátt í 200 kveðjur frá fólki sem óskaði því skjóts bata og fólk er enn að spyrja hvernig þetta lamb hafi það (það hefur það gott).“
 
Pálína segir fólk sérstaklega forvitið um allt sem við kemur smalamennskum og réttum.
 
Náum til fólksins í gegnum netið
 
Birtingarmynd landbúnaðar gagnvart almenningi hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem fjarlægð hefur myndast á milli framleiðendanna í sveitunum og neytendanna í þéttbýlinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, svo sem fækkun í sveitum, ný kynslóð fólks sem enga tengingu hefur við sveitafólk og fleira. Pálína segir að með þessum hætti sé hægt að ná til fólks og sýna því hvernig hlutirnir gangi fyrir sig til sveita. Hún segir að fyrir fólk úti í heimi sé íslenskt sveitalíf eðlilega mjög framandi. Landbúnaðurinn hér sé sem betur fer enn að mestu leyti fjölskyldubúskapur og ekki verksmiðjuframleiðsla. Fólk sé sem betur fer alltaf að hugsa meira og meira um það hvaðan maturinn sem það borðar komi. Því er gott að fólk geti séð hvernig daglegt líf í sveitinni gangi fyrir sig og hvernig hugsað sé um dýrin.
 
Það er er ekki æsingurinn í þeim mæðgum Lúsí (t.h.) og Botnu (t.v.) þegar þær heilsa upp á Pálínu.
 
Frægðin stígur kindunum ekki til höfuðs
 
Kindurnar kippa sér lítið upp við aukna athygli og segir Pálína að myndatökurnar hafi lítil áhrif á þær.
„Skoppa, Skrítla, Botna og flestir gömlu heimalningarnir mínir hafa þurft að taka á sig módelstörf í auknum mæli. Athyglin hefur samt hingað til ekki stigið þeim til höfuðs, þær eru pollrólegar yfir þessu. Annars bitnar þetta mjög lítið á þeim. Þær þurftu reyndar einu sinni að aðstoða mig við einn „sponsaðan“ póst. Svo fékk 317 nafnið Cassandra því það var strákur frá Bandaríkjunum sem vildi gefa vinkonu sinni það í afmælisgjöf að kind á Íslandi yrði nefnd eftir henni.“
 
Hægt er að fylgjast með Pálínu og dýrunum í Eystra-Geldingaholti á Instagram með því að leita eftir notendanafninu farmlifeiceland.

4 myndir:

Skylt efni: Sauðfé | ungir bændur

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.