Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Mynd / ál
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til þess að fylgjast með hvað er að gerast í nágrannalöndunum og læra af hvert öðru þegar kemur að málefnum ungra bænda.

Henrik Nordtun Gjertsen, formaður Samtaka ungra bænda í Noregi (NBU), veitir Nordic Young Farmers (NYFA) forystu. Hann segir ungliðahreyfingarnar á Norðurlöndunum nokkuð ólíkar þó svo að vandamálin séu sambærileg. Hann nefnir sem dæmi að í sumum löndum eru samtök ungra bænda deild innan hinna eiginlegu bændasamtaka, á meðan í Noregi eru NBU sjálfstæð samtök, þó svo að þau séu með skrifstofu í sömu byggingu og fulltrúi frá þeim sé í stjórn Norges Bondelag.

NBU eru regnhlífarsamtök fyrir minni félög ungs fólks í sveitum og dreifðari byggðum í Noregi og því ekki afmörkuð við bændur. Meðlimir NBU eru í kringum 7.000 og að auki við hagsmunagæslu byggir starfið á minni viðburðum sem svæðisfélögin skipuleggja og stærri hátíðum sem félagsmenn alls staðar að af landinu sækja.

Henrik kemur frá eplabýli í vesturhluta Noregs og hefur hann lengi verið virkur í félagsmálum bænda. Hann fer með forystu NYFA samhliða því sem norsku bændasamtökin eru kyndilberar Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), samstarfsvettvangi bændasamtaka á Norðurlöndunum. Norðurlöndin skipta formennskunni í NBC og NYFA á milli sín þar sem hvert land fer með formennsku í
báðum samtökum í tvö ár.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...