Þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson taka á móti gestum matsölunnar með brosi á vör.
Þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson taka á móti gestum matsölunnar með brosi á vör.
Mynd / sp
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu íslensku yfirbragði, nefnt Laufey Welcome Center. Er það eitt nokkurra en eigendur fyrirtækisins áætla að bjóða upp á áningarstaði víða um landið.

Þjónstumiðstöð þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og íslenskur menningararfur sem innblástur hönnunar. 

Þar innan er hátt til lofts og vítt til veggja, gólfsíðir gluggar og auðvitað matsölustaður þar sem þau Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir og Björgvin Einarsson standa vaktina.

„Dyrnar opnuðust hérna seint í sumar, þannig að margir hafa notið góðs af síðustu vikur,“ segja þau og benda á að hér geti fólk á ferðinni áð, fengið sér kaffisopa og með því áður en haldið er lengra. Aðspurð segja þau bollann réttum megin við fimmhundraðkallinn og ljómandi góðan.

Stefnt er að því að hafa opið öðrum megin í húsinu allan sólarhringinn svo atvinnubílstjórar eða aðrir ferðalangar geti rétt úr sér, nýtt sér salerni og fengið sér hressingu. Sjálfsafgreiðsla verður í boði síðla nætur, hægt verður að fá sér ýmis drykkjarföng og meðlæti en þeir sem sjái fyrir sér að vera með ólæti ættu að hugsa sig tvisvar um því bæði öryggismyndavélar og hitaskynjarar séu á staðnum.

Upplýsingaskjái er að finna í húsinu með íslensku fræðsluefni, salerni af bestu gerð, m.a. útbúin með leiðbeiningum fyrir blinda í talmáli og blindraletri. Einnig geta eigendur rafbíla prísað sig sæla því fyrir utan bygginguna má finna rafhleðslustöðvar.

Upplýsingaskjáir sem koma ferðalöngum að góðum notum.

Fram kemur í upplýsingum frá fyrirtækinu að stefnt sé að því að bjóða framleiðendum og handverksfólki í nágrenninu að selja og eða kynna vörur sínar sem þá munu ekki vera í samkeppni við rótgróna þjónustuaðila. „Við viljum samvinnu fremur en samkeppni.“

Vefsíða þeirra sýnir m.a. kort þar sem áætlaðar hafa verið staðsetningar svipaðra móttökustöðva sem efla eiga þjónustu nærumhverfis og ferðafólks með verndun náttúruauðlinda í fyrirrúmi.

Guðbjörg og Björgvin eru ánægð með þessa þróun og segja ferðamannastrauminn jafnan og þéttan, bæði íslenskan og erlendan. Nokkuð sé um að fólk á leið til Vestmannaeyja staldri við og fái sér hressingu áður en lagt er úr Landeyjahöfn, enda ekki úr vegi að heimsækja þennan afbragðs áningarstað.

Það er hátt til lofts og nægt rými til athafna. Bak við vegginn má finna sjálfsala með ýmiss konar hressingu.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...