Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fulltrúar Búnaðarþings unnu úr og samþykktu fjölbreyttar tillögur er komu frá Búgreinaþingi, stjórn og einstaklingum. Í pontu er Einar E. Einarsson þingforseti.
Fulltrúar Búnaðarþings unnu úr og samþykktu fjölbreyttar tillögur er komu frá Búgreinaþingi, stjórn og einstaklingum. Í pontu er Einar E. Einarsson þingforseti.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 8. apríl 2022

Samþykktar tillögur á Búnaðarþingi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýr samstarfsvettvangur bænda og fyrirtækja í landbúnaði, efling kornræktar og aukinn félagslegur stuðningur voru á meðal samþykkta Búnaðarþings sem fór fram 31. mars og 1. apríl sl. á Hótel Natura.

Félagsgjöld Bændasamtaka Íslands verði óbreytt að undanskildu því að hámarksfélagsgjald miðist við 400 milljóna króna veltumark
á árs grundvelli samkvæmt samþykkt þingsins.

Þá verður sett í gang vinna með stjórnvöldum um lækkun fjármagnskostnaðar við framleiðslu búvara á Íslandi. Í þeirri vinnu á að leggja sérstaka áherslu á að auka möguleika Byggðastofnunar til að veita búvöruframleiðendum á landsbyggðinni betri fjár- mögnunarkosti en nú eru í boði.

Í greinargerð kemur fram að vaxtakjör jarðarkaupa- og kynslóða- skiptalána hjá Byggðastofnun séu 4,5% auk verðbóta en lækka þurfi kjörin um a.mk. 50% svo samkeppnisstaða búvöruframleiðslu á Íslandi sé ásættanleg með hliðsjón af fjármagnskostnaði.

Önnur stoð Bændasamtakanna

Tillaga stjórnar um samstarfs- vettvang Bændasamtakanna og fyrirtækja í landbúnaði var samþykkt. Lagt er til að unnið verði að því að skilgreina og koma á formlegu samstarfi bænda, afurða- og þjónustufyrirtækja í land- búnaði um þau málefni sem varða sameiginlega hagsmuni svo sem tollamál, markaðs- og neytendamál. Komið verði á ákveðnu verklagi og fjármögnun vegna hagsmunagæslu og eftirfylgni þeirra mála.

Efling kornræktar verður sett á oddinn þar sem stjórn BÍ var gert að beita sér fyrir því að í umræðu um fæðuöryggi verði tekið til skoðunar að auka kornbirgðir í landinu og stuðla að aukinni innlendri kornrækt.

Þá var samþykkt endurskoðun á þingsköpum Búnaðarþings í samræmi við breytt skipulag Bændasamtakanna. Einfalda á inngönguferli inn í BÍ. Auk þess á að stefna á það að boðin sé ásættanleg þóknun fyrir störf stjórnarliða í þágu búgreina sinna.

Hvetja til að auka námsmöguleika

Þingið samþykkti einnig að stjórn BÍ myndi samstarfshóp með sérfræðingum og fulltrúum allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts með það að markmiði að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu, efla greiningar á áhrifum innflutnings á innlenda framleiðslu og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta á kjöti.

Þá fær Landbúnaðarháskóli Íslands hvatningu frá Búnaðarþingi um að auka námsmöguleika í þeim greinum sem skólinn hefur ekki sérhæfingu. Átt er við greinar eins og alifuglahald, geitfjárrækt, eggjaframleiðslu, minkarækt, svínarækt og sérhæfingu í akuryrkju.
Í samþykktinni segir að nauðsynlegt sé að stuðla að fjölbreyttari þekkingu, hæfni og rannsóknum á íslenskum landbúnaði og efla þurfi samkeppnishæfni og nýsköpun með hækkuðu menntastigi.

Aukið fjármagn í nýliðunarstuðning

Bændasamtökin munu beita sér fyrir auknu fjármagni í nýliðunarstuðning í landbúnaði við næstu endurskoðun búvörusamninga samkvæmt sam- þykktri tillögu þingsins. Tryggja skjal jafnræði í umsóknarferlinu milli búgreina, m.a. með því að endurskoða stigagjöf og forgangsröðun með þarfir viðeigandi búgreina í huga. Þá skulu upplýsingar um skilyrði og stigagjöf nýliðunarstuðnings vera aðgengilegar í upphafi árs.
Félagslegur stuðningur við bændur var ræddur á þinginu og tillaga um viðbrögð félagskerfisins, einkum er snúa að andlegum þáttum, samþykkt. Auka á félagslegan stuðning og fræðslu um áhættuþætti í starfi bænda.

Berjast á fyrir nýju fjármagni til skógræktar, skjólbeltagerð, umhirðu skóga og landgræðslu í komandi búvörusamningum. Einnig á að fara yfir verkferla við söfnun og flutning rúlluplasts, svo og álagningu og ráðstöfun úrvinnslugjalds plastsins.
Þá á að vinna að eflingu loftslags- aðgerða allra búgreina með það að markmiði að landbúnaður losi eins lítið og bindi eins mikið af kolefni og frekast er unnt.

Bændur eru hvattir til að koma upp skjólbeltum á bújörðum sínum samkvæmt samþykktri tillögu. Jafnframt er þar vakin athygli á nauðsyn þess að auka framleiðslu skógarplantna.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....