Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brynja Laxdal verkefnisstjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal verkefnisstjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 17. júlí 2020

Samstarf um íslenskt matarhandverk

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Matarauður Íslands og Samtök smáframleiðenda matvæla hafa gert með sér samstarfssamning um að vinna að skilgreiningu og uppfærðum reglum um íslenskt matarhandverk fyrir íslenska framleiðendur, bæði almennt og fyrir matarhandverkskeppnir.

Einnig verður framkvæmdaferlið í kringum matarhandverkskeppnir hérlendis bætt og unnið verður að gerð vörumerkis fyrir matarhandverk sem er formleg staðfesting á sérstöðu þess og vinna leiðbeiningar um rétta notkun þess. Þar að auki munu neytendur verða upplýstir um virði matarhandverks, menningarlegt gildi og aðgreiningu frá öðrum matvörum.

Menningarleg sérstaða

„Matarhandverk er hluti af menningararfi þjóða og endurspeglar hefðir og samtíma nýsköpun. Með vaxandi áhuga á matarmenningu og matarferðaþjónustu hefur eftirspurn aukist eftir staðbundnum matvörum og matarminjagripum, en skilningur á matarhandverki, bæði meðal framleiðenda og neytenda, er hins vegar enn óljós. Matarauður Íslands og Samtök smáframleiðenda matvæla gerðu því með sér samning um að festa matarhandverk og matarhandverkskeppnir í sessi með það að markmiði að efla skilning á verðmætum matarhandverks og menningarlegri sérstöðu,“ segir Brynja Laxdal, verkefnisstjóri hjá Matarauði Íslands.

Verkefnið er tímabundið og lýkur 15. nóvember á þessu ári en þátttaka Matarauðs Íslands á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýkur í byrjun desember.

Samvinna um matarhandverkskeppni

„Matarauður styrkti fyrstu Íslands­meistarakeppni í matar­handverki sem var haldin árið 2019 á Hvanneyri í styrkri umsjón markaðsstofu Vesturlands og í samvinnu við Matís. Í kjölfar greiningarvinnu eftir keppnina var ákveðið að vinna þyrfti betur að markaðssetningu matarhandverks og framkvæmdarferli við matar­handverkskeppnir. Það var sam­eigin­legt mat þeirra sem stóðu að Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki að fela Samtökum smáframleiðenda matvæla það verkefni, enda fellur það vel að hlutverki og markmiðum samtakanna. Áhersla er lögð á þverlæga samvinnu og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands til að mynda þegar lýst yfir áhuga á samvinnu,“ segir Brynja og bætir við:

„Hlutverk Samtaka smáfram­leiðenda matvæla verður, í samráði við fagfélög og fagaðila, að skilgreina íslenskt matarhandverk, uppfæra og staðfæra keppnisreglur, bæta framkvæmdarferlið í kringum matarhandsverkskeppnir og upplýsa framleiðendur og neytendur um virði matarhandverks, menningarlegt gildi og aðgreiningu frá öðrum vörum. Gert er ráð fyrir að Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki færist milli landshluta sé áhugi heimamanna til staðar. Hlutverk Matarauðs auk fjárstyrks er áframhaldandi samráð og stuðningur.“
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...